Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 1
11. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 4. júní ▯ Blað nr. 564 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Ívar Erik Agnarsson á Blönduósi með vini sínum, hestinum Prins. Íslenskir hestamenn þurftu að játa sig sigraða af COVID-19 þetta sumarið og neyddust þess vegna til að fresta Landsmóti hestamanna, sem fara átti fram á Hellu í júlí, til sumarsins 2022. Þrátt fyrir það munu hestamenn efna til sýningar á mótsvæðinu á Hellu 27. júní sem verður þó mun umsvifaminni og í takt við allar reglur yfirvalda til að forðast veirusmit. – Sjá nánar á bls. 18. Mynd / Árný Björk Brynjólfsdóttir Rekstur Hótel Sögu er erfiður og allt bendir til að fyrir tækið fari í tímabundnar heimild ir til fjárhagslegrar endur skipu­ lagningar atvinnu fyrirtækja nái frumvarp Áslaugar Örnu Sigur björnsdóttur dóms mála­ ráðherra fram að ganga. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda­ samtakanna, segir að aðgerðir til að bjarga rekstri hótelsins séu spurning um líf eða dauða Hótel Sögu. Gunnar segir að það sem sé efst á baugi hvað varðar Hótel Sögu sé að koma rekstrinum í skjól. „Það er grundvallað á laga­ frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og við eygjum von í að verði að lögum í vikunni. Verði frumvarpið að lögun jafngildir það greiðslu­ stöðvun fyrir reksturinn sem hægt verður að sækja um í þrjá mánuði til að byrja með og á sama tíma er settur tilsjónarmaður með rekstrin­ um meðan á greiðslustöðvuninni stendur. Við vonum að þriggja mánaða skjól muni hjálpa okkur til að sjá hver þróunin í ferðamálum verð­ ur og horfum til þess að sjá hver þróunin verður eftir 15. júní eftir að landið opnast og hvað gerist í raun.“ Aukning í hlutafé Ein þeirra leiða sem stjórnendur Hótel Sögu hafa viðrað er að auka hlutafé í rekstrinum. Gunnar segir að eins og staðan sé í dag verði að leita allra leiða til að tryggja hags­ muni Bændasamtakanna í eigninni Bændahöllin ehf. og rétta rekstur­ inn af. Það sé ekki einfalt verk að auka hlutaféð á meðan takmarkað aðgengi sé að landinu. „Áhugi á hlutabréfum í rekstrin­ um hefur ekki verið mikill en það hefur verið sýndur áhugi á að kaupa hótelið í heilu lagi. „Það hefur samt ekki komið formlegt tilboð og ekk­ ert í hendi með það. Við þurfum einnig að eiga samtal við okkar helstu lánardrottna áður en nokkrar ákvarðanir um sölu eru teknar.“ Reynt að tryggja launagreiðslur og takmarkaðan rekstur „Hótelið er á hlutabótaleið með launagreiðslur og leiðin gerir ráð fyrir að ferðaþjónustufyrirtæki fjár­ magni 100% laun og fái endurbætur frá ríkinu af 85% launa eftir 30 daga. Hluti af rekstrarvanda hótelsins núna er að brúa það bil og tryggja tak­ markaðan rekstur í mánuð til við­ bótar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. /VH Rekstrarfélag Hótel Sögu glímir við fjárhagsvanda og óskar heimilda til fjárhagslegrar endurskipulagningar: Reynt að bjarga rekstrinum – Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir einnig rætt um að auka hlutafé til að tryggja hagsmuni Bændasamtakanna Gúrkuframleiðendur færa út kvíarnar 8 24 Fátt betra en að leggjast í grasið með kúnum og hundunum Framleiðir fíflasaft af 8 hektara túnfíflaakri 50–51 Dæmi eru um innflutning á því sem kallað er jurtaostur sem ber engan toll, þótt innihald sé að uppistöðu til hefðbundinn ostur sem unninn er úr kúamjólk. Á síðasta ári voru flutt inn 300 tonn af slíkum osti en til þess að framleiða það magn þarf um 3 milljónir lítra af mjólk. Það samsvarar til um 2% af mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur m.a. fram í pistli Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, á bls. 6 í blaðinu í dag. Síðustu daga hafa fulltrúar Bænda­ samtakanna, fjármálaráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytis átt samtöl um skilgreiningar á tollum vegna innflutnings landbúnaðarafurða. Þar hefur komið fram að ekki er sami skilningur á tollum milli aðila og hvar ákveðnar vörur skulu skilgreindar í tollskrá. „Það er krafa Bændasamtakanna að tekinn verði af allur vafi um slíkar skilgreiningar svo landbúnaðurinn geti haft framtíðarsýn um fram­ leiðslu og tækifæri í samkeppni við innfluttar afurðir. Bændur hafa löngum minnt á að tollvernd er órjúfanlegur hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins og nauðsynlegt að skýra hana til framtíðar litið. Það er óumdeilt að þróun tollverndar á síðustu árum hefur grafið undan innlendri framleiðslu. Stóraukinn innflutningur á búvörum og verðrýrnun magntolla hefur gert það að verkum að samkeppnin hefur harðnað til muna,“ segir Gunnar í pistli sínum. /HKr. Ostur unninn úr mjólk fluttur inn sem jurtaostur Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið hefur úthlutað toll­ kvótum til eftirtalinna fyr­ irtækja á grundvelli tilboða/ umsókna þeirra, Garðheima – Gróðurvara, Græns mark aðar ehf. og Samasem. Tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2020, sbr. reglugerð nr. 1076/2019. rann út 13. maí síðastliðinn. Um er að ræða sérstaklega þá vöruliði tollskrár sem eiga annars við um kjöt og hins vegar garðyrkjuafurðir, einkum plöntur og grænmeti. Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2020 liggja fyrir. Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm ( krísantemum) í tollskrárnúmeri (0603.1400), samtals 12.000 stykkið á meðalverðinu 48 krónur stykkið. Hæsta boð var 50 krónur stykkið en lægsta boð var 40 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stykkjum á jafnvægisverðinu 49 krónur stykkið. /VH Tollkvótar vegna innflutnings á blómum: Mikið flutt inn af krísantemum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.