Bændablaðið - 04.06.2020, Side 1

Bændablaðið - 04.06.2020, Side 1
11. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 4. júní ▯ Blað nr. 564 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Ívar Erik Agnarsson á Blönduósi með vini sínum, hestinum Prins. Íslenskir hestamenn þurftu að játa sig sigraða af COVID-19 þetta sumarið og neyddust þess vegna til að fresta Landsmóti hestamanna, sem fara átti fram á Hellu í júlí, til sumarsins 2022. Þrátt fyrir það munu hestamenn efna til sýningar á mótsvæðinu á Hellu 27. júní sem verður þó mun umsvifaminni og í takt við allar reglur yfirvalda til að forðast veirusmit. – Sjá nánar á bls. 18. Mynd / Árný Björk Brynjólfsdóttir Rekstur Hótel Sögu er erfiður og allt bendir til að fyrir tækið fari í tímabundnar heimild ir til fjárhagslegrar endur skipu­ lagningar atvinnu fyrirtækja nái frumvarp Áslaugar Örnu Sigur björnsdóttur dóms mála­ ráðherra fram að ganga. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda­ samtakanna, segir að aðgerðir til að bjarga rekstri hótelsins séu spurning um líf eða dauða Hótel Sögu. Gunnar segir að það sem sé efst á baugi hvað varðar Hótel Sögu sé að koma rekstrinum í skjól. „Það er grundvallað á laga­ frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og við eygjum von í að verði að lögum í vikunni. Verði frumvarpið að lögun jafngildir það greiðslu­ stöðvun fyrir reksturinn sem hægt verður að sækja um í þrjá mánuði til að byrja með og á sama tíma er settur tilsjónarmaður með rekstrin­ um meðan á greiðslustöðvuninni stendur. Við vonum að þriggja mánaða skjól muni hjálpa okkur til að sjá hver þróunin í ferðamálum verð­ ur og horfum til þess að sjá hver þróunin verður eftir 15. júní eftir að landið opnast og hvað gerist í raun.“ Aukning í hlutafé Ein þeirra leiða sem stjórnendur Hótel Sögu hafa viðrað er að auka hlutafé í rekstrinum. Gunnar segir að eins og staðan sé í dag verði að leita allra leiða til að tryggja hags­ muni Bændasamtakanna í eigninni Bændahöllin ehf. og rétta rekstur­ inn af. Það sé ekki einfalt verk að auka hlutaféð á meðan takmarkað aðgengi sé að landinu. „Áhugi á hlutabréfum í rekstrin­ um hefur ekki verið mikill en það hefur verið sýndur áhugi á að kaupa hótelið í heilu lagi. „Það hefur samt ekki komið formlegt tilboð og ekk­ ert í hendi með það. Við þurfum einnig að eiga samtal við okkar helstu lánardrottna áður en nokkrar ákvarðanir um sölu eru teknar.“ Reynt að tryggja launagreiðslur og takmarkaðan rekstur „Hótelið er á hlutabótaleið með launagreiðslur og leiðin gerir ráð fyrir að ferðaþjónustufyrirtæki fjár­ magni 100% laun og fái endurbætur frá ríkinu af 85% launa eftir 30 daga. Hluti af rekstrarvanda hótelsins núna er að brúa það bil og tryggja tak­ markaðan rekstur í mánuð til við­ bótar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. /VH Rekstrarfélag Hótel Sögu glímir við fjárhagsvanda og óskar heimilda til fjárhagslegrar endurskipulagningar: Reynt að bjarga rekstrinum – Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir einnig rætt um að auka hlutafé til að tryggja hagsmuni Bændasamtakanna Gúrkuframleiðendur færa út kvíarnar 8 24 Fátt betra en að leggjast í grasið með kúnum og hundunum Framleiðir fíflasaft af 8 hektara túnfíflaakri 50–51 Dæmi eru um innflutning á því sem kallað er jurtaostur sem ber engan toll, þótt innihald sé að uppistöðu til hefðbundinn ostur sem unninn er úr kúamjólk. Á síðasta ári voru flutt inn 300 tonn af slíkum osti en til þess að framleiða það magn þarf um 3 milljónir lítra af mjólk. Það samsvarar til um 2% af mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur m.a. fram í pistli Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, á bls. 6 í blaðinu í dag. Síðustu daga hafa fulltrúar Bænda­ samtakanna, fjármálaráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytis átt samtöl um skilgreiningar á tollum vegna innflutnings landbúnaðarafurða. Þar hefur komið fram að ekki er sami skilningur á tollum milli aðila og hvar ákveðnar vörur skulu skilgreindar í tollskrá. „Það er krafa Bændasamtakanna að tekinn verði af allur vafi um slíkar skilgreiningar svo landbúnaðurinn geti haft framtíðarsýn um fram­ leiðslu og tækifæri í samkeppni við innfluttar afurðir. Bændur hafa löngum minnt á að tollvernd er órjúfanlegur hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins og nauðsynlegt að skýra hana til framtíðar litið. Það er óumdeilt að þróun tollverndar á síðustu árum hefur grafið undan innlendri framleiðslu. Stóraukinn innflutningur á búvörum og verðrýrnun magntolla hefur gert það að verkum að samkeppnin hefur harðnað til muna,“ segir Gunnar í pistli sínum. /HKr. Ostur unninn úr mjólk fluttur inn sem jurtaostur Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið hefur úthlutað toll­ kvótum til eftirtalinna fyr­ irtækja á grundvelli tilboða/ umsókna þeirra, Garðheima – Gróðurvara, Græns mark aðar ehf. og Samasem. Tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2020, sbr. reglugerð nr. 1076/2019. rann út 13. maí síðastliðinn. Um er að ræða sérstaklega þá vöruliði tollskrár sem eiga annars við um kjöt og hins vegar garðyrkjuafurðir, einkum plöntur og grænmeti. Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2020 liggja fyrir. Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm ( krísantemum) í tollskrárnúmeri (0603.1400), samtals 12.000 stykkið á meðalverðinu 48 krónur stykkið. Hæsta boð var 50 krónur stykkið en lægsta boð var 40 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stykkjum á jafnvægisverðinu 49 krónur stykkið. /VH Tollkvótar vegna innflutnings á blómum: Mikið flutt inn af krísantemum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.