Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 4
i— ÍÞRÓTTABLA ÐIÐ
íþróttir og útilíf
Málgagn íþróttasambands fslands
Ritstjórar:
Sigurður Magnússon og
Steinar J. Lúðviksson
Framkvæmdastjóri:
PéturJ. Eiríksson
Skrifstofa ritstjómar:
íþróttamiðstöðinni Laugardal
Útgefandi: Fijálst framtak hf.
Framkvæmdastjóri:
Jóhann Briem
Auglýsingastjóri:
Sjöfn Sigurgeirsdóttir
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla iS
Símar 82300, 82302
Áskriftargjald kr. 830 á mánuði,
jan. — apríl 3320.—
Setning, umbrot, filmuvinna og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Prentun á kápu: Prenttækni hf.
Bókband: Félagsbókbandið hf.
Litgreining kápu: Korpus hf.
Héraðssambönd innan ÍSf:
Héraðssamband Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
Héraðssamband Vestur-fsfirðinga
Héraðssambandið Skarphéðinn
fþróttabandalag Akraness
fþróttabandalag Akureyrar
fþróttabandalag Hafnarfjarðar
íþróttabandalag ísafjarðar
íþróttabandalag Keflavíkur
fþróttabandalag Ólafsfjarðar
fþróttabandalag Reykjavíkur
fþróttabandalag Siglufjarðar
fþróttabandalag Suðurnesja
fþróttabandalag Vestmannaeyja
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands
Ungmennasamband A.-Húnvetninga
Ungmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Dalamanna
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Ungmennasamband Kjalarnessþings
Ungmennasamband N.-Þingeyinga
Ungmennasamband Skagafjarðar
Ungmennasamband V.-Húnvetninga
Ungmennasamband V.-Skaftfellinga
Ungmennasambandið Úlfljótur
Sérsambönd innan fSf:
Badmintonsamband íslands
Blaksamband fslands
Borðtennissamband fslands
Glímusamband Jslands
Handknattleikssamband íslands
Júdósamband íslands
Siglingasamband fslands
Skíðasamband fslands
Sundsamband fslands
Rit s t j ómar sp j all
llla farið með sætan sigur
Þær eru vægast sagt til skammar fréttirnar um hegðan hinna duglegu
handknattleiksmanna Víkings eftir sigur þeirra yfir sænskska félaginu Ystad í
Evrópukeppni bikarhafa, en leikur þessi var háður í heimabæ Svíanna. Áður
höfðu Víkingar sigrað Ystad í leik hér heima, þannig að eftir sigurinn á
heimavelli Svíanna hafði Víkingur tryggt sér rétt til þátttöku í 8 liða úrslitum
Evrópukeppninnar.
En því miður — Adam var ekki lengi í paradís.
Einhverjir hinna vösku Víkinga virðast hafa haldið svo hressilega upp á
sigurinn með aðstoð Bakkusar, að fyrst kom málið til kasta lögreglunnar í
Ystad og síðan lætur aganefnd Alþjóðahandknattleikssambandsins málið til
sín taka með þeim árangri, að dæma Víking frá frekari þátttöku í keppninni.
Hér verður enginn dómur lagður á meðferð eða niðurstöður aganefndar-
innar, enda liggja ekki fyrir forsendur dómsins í einstökum atriðum. Mörgum
finnst hann út í hött og Víkingur hefur einnig ákveðið að áfrýja þessum dómi
og telur hann fráleitan.
Hins vegar eru yfirlýsingar handknattleiksdeildar Víkings á blaðamanna-
fundi nýverið þess eðlis, að allir íþróttaunnendur og raunar fólk almennt á
varla til orð.
Þeir greina sem sé frá því sjálfir, að á hinni stuttu leið, sem er aðeins um 5
mín. gangur, frá þeim stað er veizlan á vegum Ystad var haldin og að hótelinu
sem þeir bjuggu á, hafi tveir Víkinganna verið að kljást og við það hafi
verzlunarrúður brotnað og ennfremur hafi þeir kippt með sér jólatré sem stóð
utan við veizlustaðinn og dregið það heim að sínu eigin hóteli og stillt því upp
þar.
Ef til vill finnst einhverjum við fyrstu sýn, að þetta séu ekki stórvægilegir
hlutir, en sannleikurinn er þó sá að hér er á ferðinni í hæsta máta óíþrótta-
mannsleg framkoma sem allir hljóta að fordæma og verður hann ekki varinn
þótt hægt sé að benda á aðra jafn slæma. Og í svona tilvikum veldur það
íþróttahreyfingunni í heild álitshnekki og skaða, sem e.t.v. örfáir einstakling-
ar eru valdir að.
I' gildi eru grundvallarreglur l'SÍ um ferðalög íþróttafólks innanlands og
utan, sem öllu íþróttafólki ber að sjálfsögðu að virða og fara eftir.
f fyrstu grein þessara reglna segir:
„Iþróttamenn, fararstjórn og þjálfarar skulu ávallt vera til fyrirmyndar um
framkomu alla, bindindissemi, hæversku og reglusemi á leikvangi og utan“.
íþróttamenn verða því að gera sér fyllilega Ijóst, að í keppnisferðum á
erlendum vettvangi eru þeir fulltrúar allra landsmanna, sem styðja þá beint
og óbeint með fjárframlögum og vinnu og vilja vissulega að íþróttafólk okkar
standi sig vel.
Það er sameiginleg ósk allra landsmanna að íþróttafólki okkar vegni sem
bezt í keppni við margfalt fjölmennari þjóðir.
íþróttablaðinu er kunnugt um, að forráðamenn Víkings og HSf, eins og
aðrir í íþróttaforystunni, harma það sem gerðist. Og það er ekkert ánægjuefni
að þurfa að gera þetta mál að umtalsefni í ritstjórnarspjalli. Ekki sízt er þetta
leiðinlegt fyrir þá liðsmenn, sem engan hlut eiga að máli.
En málið snertir alla íþróttahreyfinguna, beint eða óbeint, og hér verður að
spyrna við fótum og meta stöðuna í Ijósi staðreynda.
Það virðist því ekki vanþörf á að kynna umræddar reglur rækilega fyrir
öllum sem tilut eiga að máli og gera ráðstafanir til að eftir þeim sé farið, ef það
mætti verða til að koma í veg fyrir, að sams konar hlutir endurtækju sig.
Grundvallarreglur ÍSf um ferðalög eru birtar í heild á öðrum stað í blaðinu.
4