Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 53

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 53
Eyþór Pétursson, glímumaður ársina: Takmarkið að vinna Grettisbeltið Eyþór Pétursson bóndi að Baldursheimi í Mý- vatnssveit var kjörinn Glímumaður ársins. Hann er aðeins 22 ára gamall og hóf búskap á sl. ári, en hann er fæddur og uppalinn í Baldursheimi, þó að hann hafi komið í heiminn í sjúkrahúsinu á Húsavík. Hefur hann alla tíð dvalið í heimabyggð sinni utan tveggja vetra fyrir sunnan og annarra tveggja vetra á Héraðs- skólanum að Laugum. íþróttablaðið sló á þráðinn til hans um kaffileytið dag nokkurn í byrjun janúar og spurði hann, er við höfðum óskað honum til hamingju með heiðurinn, hvenær hann hefði byrjað að glíma. „Ætli ég hafi ekki verið 9 ára í barnaskólanum hérna, er ég byrjaði fyrst að glíma undir tilsögn Þráins Þórarinssonar, sem leiddi flesta okkar hér fyrstu skrefin í glímunni. Síð- an held ég að ég hafi verið 14 ára, er ég keppti fyrst í lands- flokkaglímunni og varð þá sveinameistari. Upp frá því held ég að ég hafi aldrei misst úr ár í landsflokkaglímunni. — Hvernig hefur þér gengið almennt? — Vel held ég að segja megi, ég hef aldrei orðið fyrir óhappi eða stórslysi i keppni en oft getað staðið mig betur. — Er ekki erfitt að stunda glímu samfara búskapnum? — Ég er búinn að fást við Þingeyskir glímumenn hafa verið mjög atkvæðamikiir und- anfarin ár, og hafa hug á að halda Grettisbeltinu hjá sér, svo sem fram kemur í viðtalinu við Eyþór Pétursson búskap alla mína tíð og ein- hvern veginn hefur maður fundið tíma í þetta. Það er mikill áhugi hér í sveitinni fyrir glímu og Grettisbeltið hefur oft gist hér hjá okkur. — Þér hefur ekki enn tekist að vinna beltið? — Nei, það er það mark- mið sem ég stefni að nú og við hér í sveitinni höfum mikinn hug á að heimta það aftur úr greipum Ómars Úlfarssonar, sem vann það í fyrra. — Hvernig gekk þér i ís- landsglímunni? — Mér gekk ekki nógu vel þar, en ég tel að ég hafi verið felldur á dómum, mér fannst Ómar níða mig niður tvisvar, en dómararnir voru ekki á sama máli. — Hvernig er æfingum hjá ykkur háttað um þessar mundir? — Við æfum tvisvar í viku. Höfum aðstöðu í félagsheim- ilinu í Skjólbrekku á mánu- dags- og föstudagskvöldum. Við erum yfirleitt 6 á æfing- um. Fyrir utan mig bræðurnir Pétur, Ingi, Kristján og Björn Ingasynir og svo Hjörleifur. Yfirleitt glímum við í l-l'/i klukkustund, en þá eru menn yfirleitt búnir að fá nóg. Hver glíma stendur í 10-15 mínútur, en til samanburðar er hver keppnisglíma 2-3 mínútur. — Hafið þið einhvern þjálfara? — Ekki er það nú eins og stendur. Sigurður Jónsson var með okkur nokkurn tíma um árið. — Er mikill áhugi á glímu hjá ykkur? — Já, hann er mjög mikill, jafnt meðal unglinga, sem eldri manna. Okkur finnst skorta á að mót séu haldin Framhald á bls. 66 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.