Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 9
þetta viðhorf vetður ofan á, sem hér á undan er lýst endar þetta með því að okkar fremstu hand- boltamenn verða að gera upp á milli vinnunnar og handboltans og það þarf ekki að svara þeirri spurningu hverjum það verður í vil. Ekki er hægt að ætlast til að við stöndumst sterkustu þjóðum veraldar snúning í harðri keppni ef meiri skilningur er ekki tilstaðar í þessum efnum. Það er staðreynd að handbolt- inn er sú íþróttagrein þar sem við eigum einna mesta möguleika að velgja þeim sterkustu verulega undir uggum og eigum enn möguleika að vera meðal 16 beztu þjóða heims ef að vilji er fyrir hendi og rétt er á málum haldið. Gaman væri að sjá einhvern tímann íþróttafréttaritara blað- anna fjalla um málefni leik- mannanna og forystunnar og kryfja málin til mergjar. Eftir að hafa tekið þátt í Baltic-cup keppninni í Danmörku hefur enn einu sinni verið sýnt fram á að handknattleiksmenn okkar standa í fremstu röð, en eftir að hafa séð allan þann aðbúnað sem Danskurinn býr við kemst maður líka að raun um að við erum 10 til 15 árum á eftir tímanum í þeim efnum. íslenzka landsliðinu í hand- knattleik bíður nú mikil prófraun á Spáni í næsta mánuði. Mögu- leikar eru á að íslenzka landsliðið falli niður í C-flokk. Eitt er víst að hver og einn einasti leikmaður mun fórna öllu til að svo verði ekki. Hann mun halda áfram að vinna sína 10 tíma á dag, mæta síðan 2 á dag á æfingu, halda áfram að tapa vinnulaunum, halda áfram að vanrækja fjöl- skyldu sína. Stjórnarmenn HSÍ munu halda áfram betli um allan bæ til þess að geta kostað ferðina til Spánar. Ef vel gengur á Spáni er aldrei að vita nema það komi smá styrkur frá hinu opinbera, en ef illa gengur verða þessir sömu menn að ganga með húsasundum til þess að sleppa við háðsglósur félaganna og spekinganna sem allt vita betur og þeir sem hafa fengið frí frá vinnu fá aldeilis orð í eyra fyrir að vera að eyða tím- anum í aðra eins vitleysu og að spila handbolta. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.