Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 26
Óskarsson. — Til að byrja með var þetta einungis tómstunda- gaman, en Steinunn fékk fljótt áhuga og byrjaði að æfa reglu- lega. Hún tók í fyrsta sinn þátt í móti árið 1972, er hún var 12 ára, og sigraði þá öllum á óvart. Mót þetta var svokallað Stefánsmót sem KR-ingar héldu í Skálafelli. Annars hefur Steinunn verið Ár- menningur alla tíð, og sagði Sæmundur að hún hefði verið mjög heppin með þjálfara hjá því félagi. Tómas Jónsson hefði lagt undirstöðuna að þjálfun hennar, en síðan hefðu erlendir þjálfarar tekið við, nú síðast Svíinn Gud- mund Södering, en hann er jafn- framt þjálfari íslenzka skíða- landsliðsins. Vinsamlegast sendið mér Nafn: myndalista ytir plakötin. Heimili: PLÖTUPORTIÐ Laugavegi 17 Pósthólf 1143 Póstnúmer: Símk_____ 121 Reykjavík Sími 27667 Sæmundur var að því spurður hvernig Steinunn hefði hagað æfingum sínum að undanförnu? — Æfingar fyrir þetta keppnistímabil hófust hjá henni í maí sl. og stóðu síðan í allt sumar. Hún æfði um klukkustund á dag, hljóp úti og gerði síðan leikfimi- æfingar inni í stofu, eða úti á stétt. Skíðaæfingar hófust svo í ágúst og september, en þá dvaldi skíðalandsliðið í 12 daga á Siglufirði við æfingar. í október fór Steinunn svo til æfinga til Ítalíu og var þar í hálfan mánuð. í nóvember var svo æft í Blá- fjöllunum í sex daga, og til stóð að fara utan til æfinga í desem- ber, en af því gat ekki orðið sök- um snjóleysis á þeim stöðum sem æfa átti á. Nú, og um áramótin fór hún, svo ásamt fleirum úr skíðalandsliðinu í þriggja vikna æfingaferð til Frakklands, Sviss og Austurríkis. í febrúar verður æft hérlendis, en farið aftur út í marz og þá verið í þrjár vikur við æfingar. Hvað síðan tekur við er enn óráðið, nema hvað skíða- landsmótið verður haldið í apríl. Eftir það verður Steinunn senni- lega að einbeita sér að skólanum. Sem fyrr greinir hefur Stein- unn verið mjög sigursæl á þeim mótum sem hún hefur keppt í hérlendis, og má nefna að á síð- asta skíðalandsmóti varð hún þrefaldur íslandsmeistari, í svigi, stórsvigi og Alpatvíkeppni, og verður að teljast líkelgt að hún nái að verja þá titla sína í vetur. Steinunn hefur einnig náð ágæt- um árangri í mótum sem hún hefur tekið þátt í erlendis, svo sem áður hefur verið vitnað til. Má geta þess einnig að skömmu eftir að hún fór nú utan til æfinga tók hún þátt í allsterku skíðamóti i Frakklandi og vann þar sigur. Steinunn hefur hlotið alls sjö íslandsmeistaratitla. 1976 varð hún íslandsmeistari í stórsvigi og Alpatvíkeppni, í sömu greinum 1977, og sem fyrr segir varð hún þrefaldur íslandsmeistari í fyrra. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.