Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 66

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 66
Jóhanna Framhald af bls. 37 sökum þess hve lágt er til lofts í íþróttahúsinu. Það er lengi búið að tala um að byggja hér nýtt íþróttahús, og íþrótta- fólkið hér er orðið langeygt eftir því, sagði Jóhanna. — Er ekki blak erfið íþrótt fyrir konur? — Það getur verið það, sérstaklega ef leikirnir eru langir og strangir. Ef það fer í að leiknar eru fimm lotur, þá stendur leikurinn oftast yfir í á aðra klukkustund, og það er ekki hægt að neita því að það er erfitt að leika svo langan leik, sagði Jóhanna Guðjóns- dóttir að lokum. Stef nan sett Framhald af bls. 23 er það víst að hann hefur sett 15 Norðurlandamet. Sérgrein Skúla er kraftlyftingar, sem hann hefur einkum stundað nú síðari árin, og í þessari grein hefur hann náð mestum frama og frægð, en hann á enn íslandsmet í Olympískum lyftingum. Skúli hefur mjög látið að sér kveða á alþjóðleg- um mótum í kraftlyftingum á síðustu árum og hann vann bronsverðlaun á heimsmeist- aramótinu árið 1974, en stærstu afrek sín vann hann á s.l. ári, þegar hann vann silf- urverðlaun á heimsmeistara- mótinu og silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu. Á heimsmeistaramótinu reyndi Skúli við nýtt heimsmet, en vantaði aðeins herslumuninn til að setja metið. En heims- metið er innan seilingar og kannski nær Skúli því á Evrópumeistaramótinu í vet- ur. Skúli er sannur íþrótta- maður. Hann hefur lagt mikla rækt við íþrótt sína og hann er skemmtilegur keppnismaður, sem hefur unnið hylli áhorf- enda bæði innanlands sem utan. Hann er kappsfullur, ákafur og fylginn sér, en hann er samur og jafn í meðbyr sem mótbyr. Hann er drengur góður.“ í viðtali sem birtist í íþróttablaðinu fyrir skömmu, sagði Skúli m.a. svo um fram- tíðarmarkmið sín: „Ég stefni að því að setja heimsmet í hnébeygjulyftu. Ég ætla mér að ná því á Evrópumeistaraótinu sem fram fer í marz n.k. í Sviþjóð. En til þess að verða heims- meistari þarf ég að bæta árangurinn í bekkpressu. Ég fæ ekki aftur tækifæri til þess að vinna titilinn með því að lyfta aðeins 130 kg í þeirri grein. Nú, auðvitað er alltaf margt spennandi framundan. Auk Evrópumeistaramótsins má nefna að Norðurlanda- mótið verður hér heima næsta haust og næsta vetur verður svo heimsmeistarakeppnin í Bandaríkjunum, og þangað verð ég að komast.“ Afreksíþróttir Framhald af bls. 56 hæfileika en aðrir og spurningin er því hvort veita eigi þegnum þjóðfélagsins tækifæri til að þroska hæfileika sína og fá meiri fyllingu í lífinu. Þátttaka í afreksíþróttum og sá árangur er næst er hvetjandi fyrir aðra og stuðlar þannig að því að fleiri stunda íþróttir. Einnig má segja að allar þjóðir sérstaklega smáþjóðir, séu í stöðugri sjálf- stæðisbaráttu. Baráttu fyrir því að halda virðingu sinni meðal annarra þjóða, vekja á sér athygli og láta aðra vita að við séum til. Við erum stolt af listamönnum okkar, er vekja á sér alþjóða at- hygli fyrir list sína og sama er um íþróttamenn okkar að segja. Iþróttir eru hluti af „kúltúr“ hvers lands og afreksíþróttamenn eru fulltrúar þessa meiðs á menningartrénu. Við þurfum að ákveða hvaða markmið við eigum að setja okk- ur og við þurfum að fá stjórn- málamennina til að skilja og styðja þessi markmið. Ég óska ykkur hverjum og einum til hamingju með þá viðurkenningu sem þið hafið hlotið og vona að hún verði ykkur enn frekari hvatning til að halda merki íþróttar ykkar á lofti og um leið merki íslands og ís- lenskrar menningar. Eyþór Pétursson Framhald af bls. 53 hérna hjá okkur nyðra, við þurfum að sækja þau flest sunnan fjalla og það fer mikill tími í það auk kostnaðar. Við reynum að halda innanhér- aðsmót öðru hverju til að bæta það upp. Íþróttamaður Framhald af bls. 14 Skíðamaður ársins: 1973: Haukur Jóhannsson, Akureyri 1974: Magnús Eiríksson, Fljótum 1975: Jórunn Viggósdóttir, KR 1976: Sigurður Jónsson, ísa- firði 1977: Sigurður Jónsson, ísa- firði 1978: Steinunn Sæmunds- dóttir, Reykjavík Siglingamaður ársins: 1974: Daníel Friðriksson, Ými 1976: Rúnar Steinsen, Ými 1978: Jóhann H. Níelsson, Ými íþróttamaður fatlaðra: 1977: Hörður Barðdal, ÍFR 1978: Arnór Pétursson, ÍFR 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.