Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 43
Erum ekki langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum Berglind Pétursdóttir, 16 ára nemandi í Menntaskólan- um í Hamrahlíð var nú annað árið í röð valin „Fimleika- maður ársins“. Berglind er félagi í Gerplu í Kópavogi, en fimleikastúlkur þess félags hafa vakið mikla athygli á þeim fimleikamótum sem haldin hafa verið hérlendis, og jafnan verið sigursælar. Varð Berglind íslandsmeistari í fim- leikum kvenna á árinu, og sýndi umtalsverða yfirburði í keppninni. — Áhuginn á fimleikum kom smátt og smátt hjá mér, sagði Berglind, í viðtali við íþróttablaðið. Ég fór á fim- leikanámskeið þegar ég var átta ára, en byrjaði hins vegar ekki að æfa reglulega fyrr en ég var 11 ára, og þá tók ég fljótlega þátt í mínu fyrsta móti. Berglind sagði að nú væri æfingaaðstaða hjá Gerplu orðin ágæt. Félagið hefði tek- ið á leigu húsnæði við Skemmuveg í Kópavogi, og 1 1 1 1 Bergiind Pétursdóttir hefði það verið innréttað með þarfir fimleikafólks í huga. Áður hefði hún orðið að sækja æfingar víða á Reykjavíkur- svæðinu. — Við æfðum í Kópavogsskóla, í Reykjavík og í Garðabæ, sagði hún. Berglind sagði, að það væru mest stúlkur sem æfðu fim- leika hjá Gerplu, og sennilega væru mun fleiri stúlkur en piltar sem legðu stund á fim- leikaíþróttina hérlendis. — Fær íslenzkt fimleika- fólk nægjanlega mörg tæki- færi til þess að spreyta sig í keppni við erlent fimleika- fólk? — Ég býst við því að möguleiki væri á því fyrir okkur að komast á mót t.d. á Norðurlöndunum, en það helzta sem stendur þar í vegi er hversu slík ferðalög eru kostnaðarsöm. — Eru íslendingar langt á eftir Norðurlandaþjóðunum í fimleikum? — Ekki svo mjög, að mínu áliti. Svíar og Norðmenn eiga reyndar ágætt fimleikafólk, sem við stöndum ekki nál- ægt, en ég held að við séum ekki langt á eftir þorra fim- leikafólks hinna landanna. Berglind Pétursdóttir sagði að íslandsmótið sem haldið verður í marz sé helzta verk- efnið sem fram undan er hjá fimleikafólkinu. Sjálf sagðist hún ekki geta æft um þessar mundir vegna meiðsla, og þyrfti að gangast undir upp- skurð á næstunni. — Það væri því kraftaverk ef ég gæti tekið þátt í íslandsmeistaramótinu að þessu sinni, sagði hún, — þótt auðvitað stefndi hugur- inn til þess. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.