Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 43

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 43
Erum ekki langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum Berglind Pétursdóttir, 16 ára nemandi í Menntaskólan- um í Hamrahlíð var nú annað árið í röð valin „Fimleika- maður ársins“. Berglind er félagi í Gerplu í Kópavogi, en fimleikastúlkur þess félags hafa vakið mikla athygli á þeim fimleikamótum sem haldin hafa verið hérlendis, og jafnan verið sigursælar. Varð Berglind íslandsmeistari í fim- leikum kvenna á árinu, og sýndi umtalsverða yfirburði í keppninni. — Áhuginn á fimleikum kom smátt og smátt hjá mér, sagði Berglind, í viðtali við íþróttablaðið. Ég fór á fim- leikanámskeið þegar ég var átta ára, en byrjaði hins vegar ekki að æfa reglulega fyrr en ég var 11 ára, og þá tók ég fljótlega þátt í mínu fyrsta móti. Berglind sagði að nú væri æfingaaðstaða hjá Gerplu orðin ágæt. Félagið hefði tek- ið á leigu húsnæði við Skemmuveg í Kópavogi, og 1 1 1 1 Bergiind Pétursdóttir hefði það verið innréttað með þarfir fimleikafólks í huga. Áður hefði hún orðið að sækja æfingar víða á Reykjavíkur- svæðinu. — Við æfðum í Kópavogsskóla, í Reykjavík og í Garðabæ, sagði hún. Berglind sagði, að það væru mest stúlkur sem æfðu fim- leika hjá Gerplu, og sennilega væru mun fleiri stúlkur en piltar sem legðu stund á fim- leikaíþróttina hérlendis. — Fær íslenzkt fimleika- fólk nægjanlega mörg tæki- færi til þess að spreyta sig í keppni við erlent fimleika- fólk? — Ég býst við því að möguleiki væri á því fyrir okkur að komast á mót t.d. á Norðurlöndunum, en það helzta sem stendur þar í vegi er hversu slík ferðalög eru kostnaðarsöm. — Eru íslendingar langt á eftir Norðurlandaþjóðunum í fimleikum? — Ekki svo mjög, að mínu áliti. Svíar og Norðmenn eiga reyndar ágætt fimleikafólk, sem við stöndum ekki nál- ægt, en ég held að við séum ekki langt á eftir þorra fim- leikafólks hinna landanna. Berglind Pétursdóttir sagði að íslandsmótið sem haldið verður í marz sé helzta verk- efnið sem fram undan er hjá fimleikafólkinu. Sjálf sagðist hún ekki geta æft um þessar mundir vegna meiðsla, og þyrfti að gangast undir upp- skurð á næstunni. — Það væri því kraftaverk ef ég gæti tekið þátt í íslandsmeistaramótinu að þessu sinni, sagði hún, — þótt auðvitað stefndi hugur- inn til þess. 43

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.