Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 64

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 64
Ihálfleik Koch bezt Hið þekkta bandaríska frjálsíþróttatímarit valdi austur-þýzku stúlkuna Maritu Koch „Frjálsíþróttakonu árs- ins 1978“. Hlaut hún 271 stig í atkvæðagreiðslu blaðsins. í öðru sæti varð ítalska stúlkan Sara Simeoni sem setti nýtt heimsmet í hástökki á árinu, stökk 2,01 metra. í þriðja sæti varð svo sovézka stúlkan Vilma Bardauskienne sem setti nýtt heimsmet í lang- stökki kvenna á árinu stökk 7,09 metra. Hlaut Simeoni 248 stig í atkvæðagreiðslu blaðsins og Bardauskienne 231 stig. í næstu sætum urðu svo Marlies Gohr, A-Þýzkalandi, Tatyana Zelentsova, Sovétríkjunum, Evelin Jahl, A-Þýzkalandi, Ruth Fuchs, A-Þýzkalandi, Rosemarie Ackermann, A-Þýzkalandi, Grazyna Rabsztyn, Póllandi og Jo- hanna Klier, A-Þýzkalandi. Svo sem sjá má af þessari upptalningu eru hvorki fleiri né færri en 7 af 10 beztu frá Austur-Þýzkalandi. Metið er 23 marka munur Sigur íslendinga í landsleik þeim við Bandaríkjamenn sem fram fór í Laugardalshöll 28. desember sl., 38—17, eða 21 marks munur, er ekki stærsti landsliðssigur íslend- inga í handknattleik. Tvívegis áður hafa íslendingar unnið leiki með meiri mun. Mest er við sigruðum Luxemburgara í landsleik sem fram fór í Reykjavík 10. janúar 1970, en þá vann landslið okkar með 23 marka mun, eða 35—12, og 16. júní 1966 unnu íslendingar Bandaríkjamenn með 22 marka mun í leik sem fram fór í New Jersey, 41—19. Er það jafnframt í eina skiptið sem íslendingar hafa skorað yfri 40 mörk í landsleik. Tvívegis hafa íslendingar tapað fyrir Bandaríkjamönnum. Var það er íslendingar fóru í keppnis- ferð til Bandaríkjanna í júní 1976, og tóku þátt í móti sem fram fór í Milwaukee. Fyrri leiknum tapaði ísland 19—24, en seinni leiknum 20—22. Alls hafa íslendingar og Banda- ríkjamenn leikið 18 hand- knattleikslandsleiki, og er markatalan í þeim 413—296 — íslendingum í vil. Nýju reglumar reyndust vel Sovétmenn gripu til þess ráðs að breyta alþjóðlegum knattspyrnureglum í keppn- inni um sovézka meistaratitil- inn á árinu 1978. Sú regla var tekin upp að eftir að lið hafði gert átta sinnum jafntefli, fékk það ekki lengur stig úr jafn- teflisleikjum. Varð þetta til þess að hressa verulega upp á sóknarleikinn og fjölga mörk- um í keppninni. Árið 1977 lyktaði alls 107 leikjum í sovézku meistarakeppninni með jafntefli, þar af 43 sem voru markalaus. 1978 urðu aðeins 59 leikir jafntefli, og ekkert mark var skorað í 19 þeirra. Dynamo Tbilissi varð sovézkur meistari i ár. Hermann efstur á blaði Hermann Gunnarsson, nú- verandi íþróttafréttamaður útvarpsins er sá íslenzkur handknattleiksmaður sem skorað hefur flest mörk í ein- um og sama handknattleiks- landsleiknum. I leiknum sem íslendingar unnu 41—19 í Bandaríkjunum árið 1966 skoraði Hermann hvorki fleiri né færri mörk en 17, og má mikið vera ef slíkt er ekki ná- lægt heimsmeti. Nokkrum sinnum hefur sami leikmað- urinn skorað yfir 10 mörk í leik, t.d. Axel Axelsson í 38—17 leiknum við Banda- ríkjamenn á dögunum, en þá skoraði hann 12 mörk. Mismunandi aðsókn Mjög mismunandi aðsókn varð að einstökum leikjum í 3. umferð UEFA-bikarkeppn- innar í knattspyrnu. Sá leikur sem dró til sín flesta áhorf- endur í þeirri umferð var viðureign vestur-þýzka liðsins VfB Stuttgart og tékkneska liðsins Dukla Prag. Þann leik sáu rösklega 71.000 áhorfend- ur. Minnst aðsókn var hins vegar að leik Hertha Berlin og danska liðsins Esbjerg, en að- eins 3.295 áhorfendur greiddu aðgangseyri að leik liðanna í V estur-Þýzkalandi. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.