Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 64

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 64
Ihálfleik Koch bezt Hið þekkta bandaríska frjálsíþróttatímarit valdi austur-þýzku stúlkuna Maritu Koch „Frjálsíþróttakonu árs- ins 1978“. Hlaut hún 271 stig í atkvæðagreiðslu blaðsins. í öðru sæti varð ítalska stúlkan Sara Simeoni sem setti nýtt heimsmet í hástökki á árinu, stökk 2,01 metra. í þriðja sæti varð svo sovézka stúlkan Vilma Bardauskienne sem setti nýtt heimsmet í lang- stökki kvenna á árinu stökk 7,09 metra. Hlaut Simeoni 248 stig í atkvæðagreiðslu blaðsins og Bardauskienne 231 stig. í næstu sætum urðu svo Marlies Gohr, A-Þýzkalandi, Tatyana Zelentsova, Sovétríkjunum, Evelin Jahl, A-Þýzkalandi, Ruth Fuchs, A-Þýzkalandi, Rosemarie Ackermann, A-Þýzkalandi, Grazyna Rabsztyn, Póllandi og Jo- hanna Klier, A-Þýzkalandi. Svo sem sjá má af þessari upptalningu eru hvorki fleiri né færri en 7 af 10 beztu frá Austur-Þýzkalandi. Metið er 23 marka munur Sigur íslendinga í landsleik þeim við Bandaríkjamenn sem fram fór í Laugardalshöll 28. desember sl., 38—17, eða 21 marks munur, er ekki stærsti landsliðssigur íslend- inga í handknattleik. Tvívegis áður hafa íslendingar unnið leiki með meiri mun. Mest er við sigruðum Luxemburgara í landsleik sem fram fór í Reykjavík 10. janúar 1970, en þá vann landslið okkar með 23 marka mun, eða 35—12, og 16. júní 1966 unnu íslendingar Bandaríkjamenn með 22 marka mun í leik sem fram fór í New Jersey, 41—19. Er það jafnframt í eina skiptið sem íslendingar hafa skorað yfri 40 mörk í landsleik. Tvívegis hafa íslendingar tapað fyrir Bandaríkjamönnum. Var það er íslendingar fóru í keppnis- ferð til Bandaríkjanna í júní 1976, og tóku þátt í móti sem fram fór í Milwaukee. Fyrri leiknum tapaði ísland 19—24, en seinni leiknum 20—22. Alls hafa íslendingar og Banda- ríkjamenn leikið 18 hand- knattleikslandsleiki, og er markatalan í þeim 413—296 — íslendingum í vil. Nýju reglumar reyndust vel Sovétmenn gripu til þess ráðs að breyta alþjóðlegum knattspyrnureglum í keppn- inni um sovézka meistaratitil- inn á árinu 1978. Sú regla var tekin upp að eftir að lið hafði gert átta sinnum jafntefli, fékk það ekki lengur stig úr jafn- teflisleikjum. Varð þetta til þess að hressa verulega upp á sóknarleikinn og fjölga mörk- um í keppninni. Árið 1977 lyktaði alls 107 leikjum í sovézku meistarakeppninni með jafntefli, þar af 43 sem voru markalaus. 1978 urðu aðeins 59 leikir jafntefli, og ekkert mark var skorað í 19 þeirra. Dynamo Tbilissi varð sovézkur meistari i ár. Hermann efstur á blaði Hermann Gunnarsson, nú- verandi íþróttafréttamaður útvarpsins er sá íslenzkur handknattleiksmaður sem skorað hefur flest mörk í ein- um og sama handknattleiks- landsleiknum. I leiknum sem íslendingar unnu 41—19 í Bandaríkjunum árið 1966 skoraði Hermann hvorki fleiri né færri mörk en 17, og má mikið vera ef slíkt er ekki ná- lægt heimsmeti. Nokkrum sinnum hefur sami leikmað- urinn skorað yfir 10 mörk í leik, t.d. Axel Axelsson í 38—17 leiknum við Banda- ríkjamenn á dögunum, en þá skoraði hann 12 mörk. Mismunandi aðsókn Mjög mismunandi aðsókn varð að einstökum leikjum í 3. umferð UEFA-bikarkeppn- innar í knattspyrnu. Sá leikur sem dró til sín flesta áhorf- endur í þeirri umferð var viðureign vestur-þýzka liðsins VfB Stuttgart og tékkneska liðsins Dukla Prag. Þann leik sáu rösklega 71.000 áhorfend- ur. Minnst aðsókn var hins vegar að leik Hertha Berlin og danska liðsins Esbjerg, en að- eins 3.295 áhorfendur greiddu aðgangseyri að leik liðanna í V estur-Þýzkalandi. 64

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.