Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 59
Kynnið Þorstein
Bjarnason
— lesendabréf til blaðsins
Mig langar að gefa ykkur
góðar ábendingar um efni í
íþróttablaðinu í framtíðinni. Ég
vil koma á framfæri þakklæti til
blaðsins fyrir frábær viðtöl við
merka íþróttamenn, og ég óska
þess í framhaldi af því að þið
kynnið og takið viðtal við þor-
stein Bjarnason, ÍBK, þann
snjalla íþróttamann. Þá ætla ég
að geta þess að alls kyns talna-
leikir eru mjög vinsælir í blöðum
eins og t.d. hverjir hafa leikið
flesta landsleiki, og hvað marga,
hvaða lið hafa leikið flesta leiki í
Evrópukeppninni í knattspyrnu
hér á landi, og hversu marga, og
svo framvegis. Þá vil ég biðja
ykkur að birta eftirfarandi lista
yfir þá knattspyrnumenn sem
hafa skorað flest mörk í 1. deildar
keppninni hér á landi frá upp-
hafi, og þá á ég við samanlagt, en
þessar athyglisverðu upplýsingar
sá ég í merku blaði fyrir stuttu
síðan. En listinn er þannig:
Nafn Mörk
Hermann Gunnarsson 92
Ingi .Bj. Albertsson 80
Matthías Hallgrímsson 77
Kristinn Jörundsson 58
Steinar Jóhannsson 57
Gunnar Felixson 57
Eyleifur Hafsteinsson 57
Ingvar Elísson 57
Öm Óskarsson 56
Ellert B. Schram 56
Teitur Þórðarson 51
Þórólfur Beck 49
Kári Árnason 46
Mér hefur fundist blaðið taka
miklum framförum að undan-
förnu, góðar greinar eru um
knattspymu, handknattleik, golf,
lyftingar, sund o.s.frv. Það efni
sem ég hef mestan áhuga á að
lesa í íþróttablaðinu eru greinar
um knattspyrnu, handknattleik
og viðtöl við íþróttafólk sem
skarað hefur framúr. Langléleg-
ustu greinarnar, jafnframt þær
leiðinlegustu í blaðinu eru grein-
ar um útilíf og ferðalög sem ættu
að mínu áliti ekki að vera í
íþróttablaði, og það er athyglis-
vert að á sama tíma og í íþrótta-
blaðinu eru greinar um heil-
brigða og góða leiki, þá er fjallað
um grimmdarlegar refaveiðar,
laxveiðar og minkaveiðar. Er
verið að skemmta skrattanum
með þessu.
Að lokum vona ég, að þið rit-
stjórar takið þessum ábendingum
vel, og ég óska ykkur og íþrótta-
blaðinu velfarnaðar í framtíð-
inni.
— Með vinarkveðju
E.K. — Áskrifandi íþróttablaðs-
ins
Svar: Við þökkum E.K. hlýleg
orð í garð íþróttablaðsins, svo og
góðar ábendingar, sem vissulega
verður tekið tillit til. Eitt af hlut-
verkum íþróttahreyfingarinnar
og þá jafnframt íþróttablaðsins
er að hvetja til útivistar og hreyf-
ingar og af þeim sökum hefur
nokkru af rými blaðsins öðru
hverju verið varið til þessa. Hefur
verið kvartað yfir því að blaðið
sinni tæpast þessum þáttum
nægjanlega, og sýnist því sitt
hverjum, eins og ævinlega. En
rétt er að nota þetta tækifæri til
þess að hvetja lesendur blaðsins
til þess að senda okkur línu og
láta í ljós álit sitt á blaðinu, svo og
koma með óskir um efni.
— ritstj.
Framleiðum:
Snjóþotur
Tvær gerðir, stórar og litlar
úr mjög sterku plasti
Fataskúffur
tværgerðir, handhægar
í fataskápa
Skilti með
áletrunum
í mörgum litum til merkingar á
vinnustöðum, í skólum,
á skápa
Fiskibakkar
tvær gerðir, 10 lítra og 20 lítra
bakkar í frystihús og
við matvælaframleiðslu.
PLASTIÐJAN
BJARG
HVANNAVELLIR 10
SÍMI (96) 2-26-72
PÓSTHÖLF 610
AKUREYRI — ÍSLAND
59