Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 57
Baldvin Berndsen skrifar um golf:
Síðasta púttið var 6,5
milljón króna virði!
John Mahaffey fagnar hinu vel heppnaða pútti sínu
Fyrsta stórkeppnin í golfi
hérlendis fór fram í síðustu
viku. Keppnin var Bob Hope
Desert Classic og var haldin
í Palm Springs, Kaliforníu.
Hinn heimsfrægi leikari Bob
Hope er frumkvöðull þessarar
keppni og rennur allur ágóði af
keppninni til Eisenhower sjúkra-
hússins, sem er í Palm Springs.
Leikið var á 5 golfvöllum, en síð-
asti hringur var leikinn á Indian
Wells vellinum sunnudaginn 14.
janúar. Bob Hope sendir á hverju
ári boð til ýmissa frægra lands-
manna, sem taka þátt í mótinu og
leika með atvinnumönnunum
fyrstu fjóra hirngina og er keppt
um bikar. Þátttaka fyrir áhuga-
mennina kostar tvö þúsund doll-
ara. Frægir menn tóku þátt í
þessu móti nú, t.d. Gerald Ford,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
leikararnir Clint Eastwood, Jack
Lemmon og sjónvarpsstjörnurn-
ar Lawrence Welk og Andy
Williams.
Eftir fyrsta dag keppninnar var
John Mahaffey í öðru sæti, einu
höggi á eftir Bob Murphy.
Murphy lék hringinn á 65 högg-
um en Mahaffey á 66. Eins og við
áhugamenn vitum hve golfið
getur verið erfitt viðureignar á
það ekki síður við um atvinnu-
mennina, því Murphy, með sína
65 varð í síðasta sæti í keppninni
(358 högg) og fékk greidda 927
dollara, sem varla hefur nægt
fyrir hótelkostnaði og mat fyrir
hann. Mahaffey hélt aftur á móti
áfram að leika af algerri snilld og
var hann einu höggi á undan
Keith Fergus þegar sunnudagur
rann upp. Hringirnir hjá
Mahaffey voru 66, 68, 72, 68 og
einn hringur eftir.
Eini maðurinn sem virtist geta
náð Mahaffey var Lee Trevino,
og byrjaði hann síðasta hring 2
höggum á eftir Mahaffey. Jack
Nicklaus var fimm höggum á
eftir, og virtist ætla að ná sér á
strik þegar hann sló holu í höggi á
sjöttu braut, sem er 146 yardar.
Jack notaði járnkylfu númer 8 og
var þetta þriðja hola í höggi hjá
honum í opinberri keppni. Ekki
varð þó úr því að Nicklaus næði
þeim Trevino og Mahaffey og
endaði hann í 11. sæti á 350
höggum.
Keppninni lauk á mjög
skemmtilegan hátt. Trevino, sem
var í hópnum á undan Mahaffey,
kom að 18. holunni einu höggi á
eftir Mahaffey, og þurfti því
(,,birdie“) einn undir pari til að
jafna og („eagle") tvo undir pari
til að færa taugaspenninginn yfií
á Mahaffey. 18. holan er par
57