Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 34

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 34
Var lengi búinn að dreym Það kom ekki á óvart að Karl Þórðarson skyldi vera valinn „Knattspyrnumaður ársins". Karl átti afbragðsgott keppnistímabil á árinu, var potturinn og pannan í leik liðs síns, Akurnesinga, og sýndi mikla hæfni í leikjum sínum. Hann lék alla landsleiki ís- lendinga á árinu, og stóð sig vel í þeim, en sennilega verður þó lengst í minnum höfð frammistaða hans í leikjum Akurnesinga við vestur-þýzka meistaraliðið FC Köln í Evrópubikarkeppni meistara- liða, en líklegt er að frammi- staða Karls í fyrri leiknum sem fram fór ytra hafi öðru fremur orðið til þess að erlend stórfélög fóru að gefa honum gætur. Bárust Karli tvö góð atvinnutilboð skömmu fyrir jól, og undirritaði hann samn- ing við belgíska 1. deildar fé- lagið, La Louviere, en það fé- lag fékk einnig annan íslend- ing í sínar raðir, Þorstein Bjarnason, markvörð frá Keflavík. Karl Þórðarson er þriðji Akurnesingurinn sem gerist atvinnuknattspyrnu- maður á skömmum tíma. Teitur Þórðarson leikur með sænska liðinu Öster og Pétur Pétursson gerði s.l. haust samning við hollenzka stór- liðið Feyenoord. Karl Þórðarson á ekki langt að sækja knattspyrnuáhuga sinn og hæfni. Faðir hans, Þórður Jónsson, var á sínum tíma einn allra bezti knatt- spyrnumaður landsins, og föðurbróðir Karls er Ríkharð- ur Jónsson, sem óþarfi mun að kynna íslenzkum íþrótta- áhugamönnum. — Þetta er búið að vera mér ógleymanlegt og skemmtilegt ár, sagði Karl í viðtali við íþróttablaðið, — og vitanlega jók það gleðina meira en allt annað að ég eignaðist strák á gamlársdag. Því má segja að það hafi orðið tímamót í lífi mínu á meira en einn hátt á árinu. — Ég er búinn að leika knattspyrnu svo lengi sem ég man eftir mér, sagði Karl. — Ég man vel eftir pabba sem knattspyrnumanni, og fór margar ferðir á völlinn með honum. Sjálfsagt á knatt- spyrnuáhugi minn rætur að rekja til þess, svo og þess, að knattspyrnuáhugi hefur alltaf verið geysilega mikill á Akra- nesi, og það raunar þótt sjálf- sagt að strákar eyddu megin- hluta frístunda sinna til knatt- spyrnuæfinga. Ég held að það sé öðru fremur þessi almenni áhugi á Akranesi, sem orðið hefur til þess að við höfum átt lið í fremstu röð á íslandi í langan tíma, og munum sennilega eiga. í sumar urðu titlaskipti hjá Val og Akurnesingum. Valur varð Islandsmeistari en Akra- nes bikarmeistari, öfugt við það sem var árið 1976. Var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem Akurnesingar hlutu bik- armeistaratitilinn. Iþrótta- blaðið spurði Karl Þórðarson, hvernig honum hefði fundist keppnistímabilið vera? — Það var að mörgu leyti skemmtilegt, sagði Karl. — Lið Vals og Akraness voru að vísu í sérflokki í íslandsmót- inu, og er það skoðun mín að við hefðum ekki síður verð- í •V % .. .. . - ... Karl íbaráttu við Valsmennina Atla Eðvaldsso íleik ÍA og Vals ííslandsmótinu s.l. sumar. 34

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.