Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 60
Evrópubikarkeppni landsliða:
Línurnar eru enn óljósar
Þótt undankeppni Evrópu-
bikarkeppni landsliða í knatt-
spyrnu sé enn tæplega hálfnuð eru
línur nokkuð farnar að skýrast
um það hvaða lið eiga möguleika
á því að komast í úrslitakeppnina.
Keppt er í sjö riðlum, og kemst
sigurvegarinn í hverum riðli í úr-
slit. í nokkrum riðlanna er séð
fram á harða baráttu, og verða
þar úrslitin sennilega ekki ráðin
fyrr en í síðasta leiknum.
1. riðill:
í fyrsta riðli leika England, N-
írland, írland, Danmörk og Búl-
garía. Þar hafa úrslit einstakra
leikja til þessa orðið sem hér seg-
ir: Danmörk írland 3—3; írland
— N-írland 0-0; Danmörk Eng-
land 3-4; Danmörk — Búlgaría
2-2; Irland — England 1-1, N-
írland — Danmörk 2-1 og Búl-
garía — N-írland 0-2.
Norður-írar hafa því forystu í
riðlinum með 5 stig eftir 3 leiki,
en Englendingar hafa 3 stig eftir
2 leiki og írar 3 stig eftir 3 leiki.
Baráttan kemur til með að standa
milli þessara þriggja liða og virð-
ast Englendingar þar óneitanlega
sigurstranglegastir.
2. riðill:
Keppendur í 2. riðli eru Nor-
egur, Belgía, Skotland, Austur-
ríki og Portúgal. Fyrirfram var
því spáð að keppni þessa riðils
yrði mjög tvísýn og virðist það
ætla að rætast. Úrslit þeirra leikja
sem fram hafa farið hafa orðið
þessi: Noregur — Austurríki 1-2;
Belgía — Noregur 1-1; Austur-
ríki — Skotlandi 3-2; Portúgal —
Belgía 1-1; Skotland — Noregur
3-2; Austurríki — Portúgal 1-2 og
Portúgal — Skotland 1-0.
Af framansögðu má ljóst vera
að Portúgal stendur bezt að vígi,
hefur aðeins tapað einu stigi í
þremur leikjum sínum. En bar-
áttan verður ugglaust mjög hörð
milli Portúgals, Austurríkis og
Skotlands, en öll þessi lönd hafa
yfir mjög góðum knattspyrnu-
landsliðum að ráða.
3. riðill:
I þriðja riðli er keppnin mjög
skammt á veg komin, en í honum
leika Kýpur, Spánn, Rúmenía og
Júgóslavía. Spánverjum er spáð
sigri, og benda úrslit í þeim leikj-
um sem þegar hafa verið leiknir
til þess að svo muni verða. Úr-
slitin hafa orðið þessi: Júgóslavía
— Spánn 1-2; Rúmenía — Júgó-
slavía 3-2; Spánn — Rúmenía
1-0.
4. riðill
Af eðlilegum ástæðum fylgjast
íslendingar mest með keppninni í
þessum riðli, en auk okkar leika
þar Hollendingar, A-Þjóðverjar,
Pólverjar og Svisslendingar. Þessi
riðill er talinn hvað sterkasti riðill
keppninnar, enda leika í honum
tvö þeirra liða er hvað bezt stóðu
sig í síðustu heimsmeistara-
keppni. Pólverjar og Hollending-
ar. Baráttan um úrslitasætið
stendur ugglaust milli þeirra, en
A-Þjóðverjar eru einnig taldir
eiga möguleika. Hætt er við að
þáttur íslendinga og Svisslend-
Hörð barátta í leik Austurríkis og Portúgal. Þeir síðarnefndu unnu leikinn
2-1.
60