Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 17
— Nei, en það munaði litlu í fyrra, er Valsmennirnir komu sterkari út í seinnihluta mótsins og hrifsuðu titilinn af okkur. Nú við stefnum auðvitað markvisst að því að vinna titilinn þótt möguleikar okkar hafi óneitan- lega minnkað við tapið á móti FH, en Valur hefur aðeins 2 stiga forystu í deildinni þannig að það getur allt gerzt ennþá. — Hvaða áhrif hefur það haft á Víkinga að fá Pólverjann Bodan, sem þjálfara? — Mjög góð. Bodan er mjög fær maður og skemmtilegur, og kann gífurlega mikið. Tungu- málavandræði há ekki og honum hefur tekizt mjög vel að miðla sinni þekkingu til okkar. Hann hefur góðan aga og nýtur virð- ingar leikmanna. — Yfirleitt tekur töluverðan tíma fyrir nýjan þjálfara að inn- leiða sín leikkerfi. Hvernig hefur þetta gengið hjá ykkur? — í fiestum tilvikum er talið að það taki þjálfara 2 ár að ná full- um tökum á nýju liði, þannig að árangur skili sér að fullu. Ég held að Bodan sé þar undantekning. Honum hefur þegar tekizt mjög vel upp. Hann byrjaði snemma í haust á æfingu að innleiða nýtt leikkerfi. Það gekk ekki vel hjá okkur að ná tökum á því, eins og gengur og gerist í fyrsta skipti, sem eitthvað er æft. Allt í einu hætti hann við þetta kerfi og kynnti nýtt. Við mótmæltum þessu, en hann hlustaði ekki á okkur og áður en tíminn var lið- inn var hann búinn að kynna 6 ný kerfi fyrir okkur. Á næstu æfingu á eftir voru allir leikmennirnir búnir að fá tilfinningu fyrir þess- um kerfum og síðan hefur þetta gengið ákaflega vel. Hins vegar eigum við auðvitað mikið eftir ólært og má segja að Bodan sé rétt búinn að leggja grunninn að liðsþjálfuninni, dæmið er miklu stærra og þetta er fyrsti kafli. — Áfengi og iþróttamenn hafa verið nokkuð í fréttum undan- farið. Telur þú að þarna sé vandamál á ferðinni? — Ég held það sé ekkert vandamál. Það er löngu liðin tíð að menn líti á erfiðar keppnis- ferðir, sem skemmtiferðir. í landsliðinu gilda t.d. engar ákveðnar reglur, en menn hafa tekið sig saman um að neyta ekki áfengis viku fyrir leik heima og það hvarflar ekki að nokkrum manni að bragða það í ferðum, eins og við vorum að koma úr, þar sem leiknir eru 4—5 leikir á jafnmörgum dögum. Kæruleysi í þeim efnum þekkist ekki. — Hvernig finnst þér landslið- ið hafa þróazt. Nú hafa ýmsir orðið til að gagnrýna langan samning við ungan mann eins og Jóhann Inga? — Ég er mjög ánægður með landsliðsþjálfunina. Ég tel að það sé oft sterkur leikur að ráða menn með nýjar hugmyndir. Jóhann Ingi er með 4 ára samning og hann þekkir mennina, sem verið hafa í unglingalandsliðinu. Það verður hans að stjórna liði, sem verður á heimsmeistarakeppn- inni 1982 og ýmsir af þeim, sem nú eru í landsliðinu verða vænt- Árni sloppinn úr gæslu og skorar í landsléik 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.