Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 18
anlega hættir þá og yngri menn teknir við. — Telur þú að þetta hafi verið rétta ráðið til að rífa íslenzkan handknattleik upp úr þeirri lægð, sem hann hefur verið í eftir heimsmeistarakeppnina í Dan- mörku? — Vandamálið varðandi landsliðið og áhuga á handknatt- leik er að til þess eru gerðar miklar kröfur og oft mjög óraun- hæfar. Blaðamenn áttu stóran þátt í því að fylla Laugardals- höllina kvöld eftir kvöld á árun- um um og eftir 1970 með miklum og jákvæðum skrifum. Ég held að nú sé málum háttað svipað, að það sé mikið undir þeim komið hver áhuginn verður. Blaðamenn verða að skoða dæmið í heild og ég held þeir verði að breyta skrifum sínum um handbolta. Mér hefur fundizt að þeir skrifi stundum af litlum skilningi um hann og gangi á undan með óraunhæfar kröfur til landsliðs- ins. — Ertu að segja að blaðamenn eigi að gefa landsliðsnefnd og liðinu vinnufrið? — Ekki á ég beint við það. Það er alltaf gerð krafa um sigur í næsta leik, en ekki litið að sama skapi raunhæft á hvar við stönd- um í boltanum. Það skiptir ekki máli hvaða lið heimsækir okkur, það er alltaf gerð krafa um sigur. Kröfurnar verða að vera raun- hæfar. —- Ef við lítum á Baltickeppn- ina, vannst sigur á Dönum, en við töpuðum naumlega fyrir heims- meisturum V-Þjóðverja, Pólverj- um og Svíum. Hefðu þessir leikir ekki geta unnizt með svolítilli heppni? — Nei, það var ekki spurning um heppni. Það var spurning um einbeitni, hinir voru betri og yfirvegaðri. — Hvar stöndum við að þínum dómi í hópi handknattleiks- þjóða? — I dag erum við milli 13—16. Spurningin er hvaða markmið eigum við að setja okkur. Við þurfum að gera upp hugi okkar í stærra máli. Eigum við að stefna hærra, eða hugsa um það að vera á bilinu 13—18. Þegar Janus var ráðinn, var HSÍ að svara kröfum áhorfenda. Við náðum áfram úr B-keppninni í Austurríki, en því miður varð framhaldið eins og allir vita. Þá voru allir sammála um markmiðið og hið opinbera veitti gott fordæmi í fjárstuðn- ingi. — Hvað þurfum við að gera nú til að stefna hærra? — Þetta er erfið spurning og mér vandi á höndum að svara henni. Ef við ætlum að komast í hóp 8 beztu tel ég engan vafa á því að það verður að byrja á því að gera mönnum kleift að stunda æfingar. Það er ekki hægt að bæta bara við æfingum, ef menn eru í fullri vinnu. Það er hægt í smá tíma, en þá verður allt stopp. Menn verða að geta létt af sér vinnu án þess að bíða fjárhags- tjón. En það þarf fjármagn. Ég er á móti því, sem sagt er við HSÍ, — sýnið þið árangur og þá kemur fjármagnið. Ef fjármagnið kemur fyrst, kemur árangurinn á eftir. Þess vegna er spurningin svo stór. Það er ekki nóg að fá stuðning áhorfenda og íþróttaforystunnar, fjárveitingavaldið verður að koma til líka og þessir aðilar að ákveða hver stefnan á að vera. Markmiðið þarf ekki að vera að við förum í hóp 6 beztu heldur t.d. að halda okkur í kringum 10 beztu. Þegar ég tala um fjárveit- ingavaldið og stjórnvöld er ég ekki endilega að tala um beina styrki. Það mætti t.d. gera fyrir- tækjum kleift að styðja við bakið á þessari íþrótt og veita þeim einhvers konar ívilnun með þann styrk varðandi opinber gjöld. Það er mjög jákvætt að ríkisstarfs- menn í landsliðinu fá full dag- laun, er þeir fara í keppnisferðir. Þetta fá ekki menn, sem starfa á hinum frjálsa vinnumarkaði og þyrfti þar að koma til eitthvert form á greiðslum fyrir sannanlegt vinnutap. Erlendis tíðkast þetta mjög víða og árangurinn sýnir sig. Þessi greiðslumál eru alltaf viðkvæm, en ekki verður hjá því komizt að taka afstöðu til þeirra, er við ákveðum hvert við ætlum. — Er þá ekki svarið sígilda að þá komi allir á eftir með kröfur, þ.e.a.s. úr öðrum íþróttagrein- um? — Aðstoð við íþróttagreinar hefur einmitt strandað verulega á því. Ég held hins vegar að við stöndum nú á tímamótum, að við verðum að ákveða hvort við ætl- um að styðja við ákveðnar íþróttagreinar, sem hafa sýnt að þeirra fólk getur náð árangri. — Ef fjármagn fengist í dag, yrði hægt að tryggja árangur fljótlega? — Ekki strax, því að það tekur tíma að ná sér á strik. Ég efa ekki að menn myndu leggja hart að sér ef þeir fengju stuðning. íþróttamenn fórna miklum tíma og fé í að stunda sína íþrótt og landsliðsmenn verða að gera upp við sig hvort þeir geta, gagnvart sjálfum sér og fjölskyldum sínum fórnað 2—3 mánaða launum til æfinga og leikja með landsliði og það eru ekki margir, sem hafa efni á því í dag, ef nokkur yfir- leitt. Auk keppnisferðanna eru æfingar gífurlega tímafrekar og má taka síðustu jól, sem dæmi. Þá æfðum við nær alla hátíðina tvisvar á dag og fóru allt að 6 klukkustundir daglega í það. Það sér hver maður hvaða rækt menn hafa lagt við fjölskyldulífið. — Hvað er framundan ef ástandið verður óbreytt? — Þá heldur þetta einfaldlega áfram að hjakka í sama farinu. Verði málin skipulögð og mönn- um gert auðveldara að stunda þetta mun árangur ekki láta á sér standa. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.