Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 52

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 52
stoðar þeirra hefði ég aldrei náð þeim árangri, sem ég þó náði.“ — Um stofnun og aðdrag- anda íþróttafélags fatlaðra er það að segja, að það er í fyrsta skipti, sem fötluðum hefur verið rétt eitthvað, án þess að þeir þyrftu að berjast fyrir því. Það er ÍSÍ og skrifstofustjóri sambandsins, Sigurður Magnússon, sem heiðurinn eiga að stofnuninni. Sigurður sótti um veturinn 1974 ráð- stefnu í Vínarborg, þar sem m.a. var fjallað um almenn- ingsíþróttir. Er fjallað hafði verið allítarlega um það mál stóð upp maður, sir Ludvik Goodman og messaði yfir fundarmönnum fyrir að hafa gleymt íþróttum fatlaðra. Goodman þessi er faðir íþrótta fyrir fatlaða, byrjaði með þær í Bretlandi í stríðinu, en þangað flúði hann. Sigurð- ur fékk mikinn áhuga á þessu máli og á leiðinni heim kom hann við í Bretlandi til við- ræðna við Goodman til að kynna sér þetta mál betur. Skömmu eftir heimkomu hans bauð svo ÍSÍ, Sjálfs- björgu og Öryrkjabandalagi íslands til fundar um þessi mál. Varð strax mikill áhugi og 31. mai 1974 var félagið formlega stofnað. —Með hvaða greinar var byrjað? — Það var Curling, lyft- ingar og svolítið borðtennis. Ég held að við höfum verið 10, eða þar um bil, sem byrjuðum æfingar. Aðalvítamínsprautan fyrir okkur tel ég að hafi svo komið um haustið 1976, en þá fór ég með Júlíusi Arnarsyni, þjálfara okkar frá upphafi, á vegum ÍSÍ og ýmissa Lions og Kiwanisklúbba á Olympíu- leika fatlaðra í Toronto í Kanada. Þar komúmst við í samband við fjölda manna og lærðum mikið. Þegar heim kom gerbreyttum við starfs- seminni og byrjuðum þátttöku í mótum. Við sendum þá strax 2 menn á íþróttamót fatlaðra í Solna í Stokkhólmi. Kepptu þeir í sundi og náðu 3. og 4. sæti, sem okkur fannst alveg einstakur árangur. Árið eftir sendum við 6 keppendur á heimsleikana í Englandi og við höfum sent fólk á öll Norðurlandameistaramót og alltaf fengið menn á verð- launapalla, sem er meira en ófatlaðir íþróttamenn geta státað af. — Hversu margir æfa reglulega hjá ykkur í dag og hverju hafið þið bætt við? — Það eru milli 50-60 manns, sem er allstór hópur, þótt hann ætti að vera miklu fjölmennari miðað við hinn mikla fjölda fatlaðra hér á landi. Það er ekki aðeins að menn séu að æfa fyrir keppni, heldur hefur íþróttaþátttakan svo mikil félagsleg áhrif, byggir upp þrek og er afþrey- ing og endurhæfing. Við erum búin að bæta við sundi og Boccia og svo er borðtennis orðinn einn stærsti þátturinn í starfseminni. Lyftingar hafa einnig aukist verulega og mjög góður árangur náðst, m.a. eru tvö fslandsmet fatlaðra, í pressun, betri en met ófatl- aðra. Hér lætur Arnór undir höfuð leggjast að segja frá því að það er einmitt hann sjálfur, sem á annað þessara meta, en hann lyfti í sumar í 56 kg flokknum 87.5 kg. Þá kastaði hann einnig spjótinu 11.84 metra á heimsleikunum í Stokemandeville í Bretlandi, sem nægði til 6. sætis. Framhald á bls. 65 Ýtum Rippum • • Onnumst Utvegum fylllngarefni JARÐÝTAN SF. ÁRMÚLA 40 • SÍMAR 35065-38865 Óli Pálsson, símar 15065 og 25065 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.