Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 22
STÚDÍÓ GUÐMUNDAR Myndatökur fyrir alla fjölskylduna í lit, svarthvítu eöa í brúnum lit. Vegabréfs-, nafnskírteinis- og ökuskírteinis myndatökur í lit og svarthvítu tilbúnar samstundis. Stækkum stórar myndir meö strigaáferö. STÚDÍÓ GUÐMUNDAR EINHOLTI 2 — SÍMI20900 PÓSTHÓLF 5004 — 105 REYKJAVÍK sem áhugi áhorfenda er greinilega fyrir hendi, það sást glögglega þegar stúdentar kepptu við Barcelona í Evrópubikarkeppni bikar- hafa. — Nú áttu KR-ingar rétt til þess að keppa í Evrópubikar- keppni meistaraliða, — hver var ástæða þess að ekki var tilkynnt þátttaka í henni? — Við höfum séð mikið eftir því að hafa ekki tekið þátt í henni, og ekki sízt eftir að við sáum hinn mikla áhuga sem var á leik fS og Barcelona. Fyrirkomulag i Evrópubikar- keppni meistaraliða er annað en í Evrópubikarkeppni bik- arhafa. í meistaraliðakeppn- inni er fyrirkomulagið þannig að fjögur lið eru saman í riðli og hefðum við því þurft að leika þrjá leiki erlendis og þrjá leiki hér heima. Við sáum fram á að kostnaður við að taka þátt í slíku móti væri óheyrilega mikill, og það, öðru fremur réði því að við tilkynntum ekki þátttöku. Eftir á að hyggja er ég þó viss um að við hefðum sloppið frá þessu fjárhagslega, ekki sízt vegna þess að KR-liðið er mjög gott í vetur, og hefði getað veitt erlendum liðum mikla keppni. Á því fengum við raunar staðfestingu á móti sem við tókum þátt í fyrir jólin á írlandi — Öll liðin sem leika í úr- valsdeild og sum E deildar liðanna hafa nú erlenda leik- menn. Hvaða áhrif hefur þetta á íþróttina? — Þegar á heildina er litið er ekki vafamál að útlending- arnir hafa haft jákvæð áhrif á íþróttina. Leikmennirnir sem leika hér eru flestir mjög góðir körfuknattleiksmenn, hafa skemmtilega knattmeðferð og hreyfingar. Þeir eru með í þjálfun meistaraflokks liða Jón lék lengi með Ármanni og varð bikarmeistari með þvíliði. sinna, og aðstoða við þjálfun og uppbyggingu yngri flokk- anna, og er það ekki veiga- minnst. Því miður hefur það löngum viljað brenna við að skipulag hefur skort í þjálfun í körfuknattleiknum hérlendis, en strax og það mál færist í betra horf, kemur árangurinn í ljós. Ég tel, að það hafi verið skynsamlegt, að setja reglur um að ekki mætti vera nema einn útlendingur í hverju liði. Það verður til þess að þeir einoka ekki leikina, heldur falla inn í liðin og styrkja þau. — Hver var eftirminnileg- asti leikurinn sem þú tókst þátt í á árinu? — Ætli það hafi ekki verið Framhald á bls. 65 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.