Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 22

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 22
STÚDÍÓ GUÐMUNDAR Myndatökur fyrir alla fjölskylduna í lit, svarthvítu eöa í brúnum lit. Vegabréfs-, nafnskírteinis- og ökuskírteinis myndatökur í lit og svarthvítu tilbúnar samstundis. Stækkum stórar myndir meö strigaáferö. STÚDÍÓ GUÐMUNDAR EINHOLTI 2 — SÍMI20900 PÓSTHÓLF 5004 — 105 REYKJAVÍK sem áhugi áhorfenda er greinilega fyrir hendi, það sást glögglega þegar stúdentar kepptu við Barcelona í Evrópubikarkeppni bikar- hafa. — Nú áttu KR-ingar rétt til þess að keppa í Evrópubikar- keppni meistaraliða, — hver var ástæða þess að ekki var tilkynnt þátttaka í henni? — Við höfum séð mikið eftir því að hafa ekki tekið þátt í henni, og ekki sízt eftir að við sáum hinn mikla áhuga sem var á leik fS og Barcelona. Fyrirkomulag i Evrópubikar- keppni meistaraliða er annað en í Evrópubikarkeppni bik- arhafa. í meistaraliðakeppn- inni er fyrirkomulagið þannig að fjögur lið eru saman í riðli og hefðum við því þurft að leika þrjá leiki erlendis og þrjá leiki hér heima. Við sáum fram á að kostnaður við að taka þátt í slíku móti væri óheyrilega mikill, og það, öðru fremur réði því að við tilkynntum ekki þátttöku. Eftir á að hyggja er ég þó viss um að við hefðum sloppið frá þessu fjárhagslega, ekki sízt vegna þess að KR-liðið er mjög gott í vetur, og hefði getað veitt erlendum liðum mikla keppni. Á því fengum við raunar staðfestingu á móti sem við tókum þátt í fyrir jólin á írlandi — Öll liðin sem leika í úr- valsdeild og sum E deildar liðanna hafa nú erlenda leik- menn. Hvaða áhrif hefur þetta á íþróttina? — Þegar á heildina er litið er ekki vafamál að útlending- arnir hafa haft jákvæð áhrif á íþróttina. Leikmennirnir sem leika hér eru flestir mjög góðir körfuknattleiksmenn, hafa skemmtilega knattmeðferð og hreyfingar. Þeir eru með í þjálfun meistaraflokks liða Jón lék lengi með Ármanni og varð bikarmeistari með þvíliði. sinna, og aðstoða við þjálfun og uppbyggingu yngri flokk- anna, og er það ekki veiga- minnst. Því miður hefur það löngum viljað brenna við að skipulag hefur skort í þjálfun í körfuknattleiknum hérlendis, en strax og það mál færist í betra horf, kemur árangurinn í ljós. Ég tel, að það hafi verið skynsamlegt, að setja reglur um að ekki mætti vera nema einn útlendingur í hverju liði. Það verður til þess að þeir einoka ekki leikina, heldur falla inn í liðin og styrkja þau. — Hver var eftirminnileg- asti leikurinn sem þú tókst þátt í á árinu? — Ætli það hafi ekki verið Framhald á bls. 65 22

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.