Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 65

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 65
Jón Sigurðsson Framhald af bls. 21 úrslitaleikurinn í íslandsmót- inu, er við KR-ingar sigruðum Njarðvíkinga. Eftir allt það sem maður var búinn að leggja á sig við æfingar og í leikjum á keppnistímabilinu var það stórkostlegt að vinna þann leik þar sem raunar var allt lagt undir í. I þessum úr- slitaleik náðum við KR-ingar mjög góðum leik og tókst að sanna, það sem að við héldum alltaf fram, að við ættum besta liðið. — Hver verður íslands- meistari í körfuknattleik í ár? — KR. Við höfum jöfnu og góðu liði á að skipa og munum sækja í okkur veðrið. En róð- urinn verður ugglaust mjög þungur, — hin liðin eru líka góð, og gefa ekkert eftir. Fyrst pútter Framhald af bls. 31 16—18, en 1977 fór hún í 10 og um sl. áramót var hún 4. Gylfi sótti leiðsögn til Þorvaldar Ás- geirssonar og Þorbjörns Kjærbo auk þess, sem hann dró fyrir Björgvin Þorsteinsson og lærði þannig af honum. Annars segist Gylfi hafa fengið kunnáttu sína úr ýmsum áttum. Hefur honum greinilega tekizt að tileinka sér aðeins það bezta úr hverri átt. Við spurðum Gylfa hvað hann teídi sína veikustu hlið og hann sagði að það væri líklega púttið, hann væri sæmilega högglangur. I Islandsmótinu lék Gylfi hringina fjóra á Leiruvellinum þar sem mótið var haldið á 307 höggum, eða 19 höggum yfir pari, en glæsilegasti árangurinn kom á síðustu 9 holunum, en þær fór hann á 34 höggum eða 2 undir pari og náði þar með Hannesi, sem hafði haft forystu. Aðspurður um æfingar sagði Gylfi að hann færi eins oft út og hann gæti, og í góðviðrinu í des- ember hefði hann verið mikið við æfingar. Hann sagðist tvisvar hafa farið til útlanda, Englands og Spánar til að leika golf og hefði mikinn áhuga á því að reyna að komast aftur til útlanda til að leika við sem bezt skilyrði. Aðspurður um hverju hann þakkaði þennan góða árangur sagði Gylfi að það væri bara æf- ing og meiri æfing. Og að sjálf- sögðu stefnir hann að því að ná íslandsmeistaratitlinum 1979. ArnórPétursson Framhald af bls. 52 Arnór segir okkur að nú séu menn farnir að setja stefnuna á Olympíuleika fatlaðra, sem haldnir verða í Arheim í Frakklandi á næsta ári og stefnt sé að því að senda sem allra flesta keppendur á þá leika. Hann sagði að áhugi og þátttaka í íþróttaiðkunum meðal fatlaðra hefði orðið meiri en þeir höfðu þorað að vona í upphafi. Hins vegar hefðu þeir verið á nokkrum hrakhólum með aðstöðu handa öllu þessu fólki. í vor yrði byrjað á gerð útiíþrótta- svæðis á Hátúnslóðinni, sem myndi bæta nokkuð þar um. Auk félagsins í Reykjavík er nú starfandi íþróttafélag fatl- aðra á Akureyri. Þá er einnig hreyfing í rétta átt í Vest- mannaeyjum og Akranesi, svo dæmi séu nefnd, án þess að nokkuð hafi verið ákveðið í þeim efnum. Þá hafa verið stofnuð Iþróttafélög þroska- heftra í Reykjavík og á Akur- eyri. Eins og fyrr sagði hefur Júlíus Arnarsson íþróttakenn- ari verið þjálfari íþróttafélags fatlaðra frá upphafi. Einnig hefur Sveinn Áki Lúðvíksson verið þjálfari i borðtennis og Kristjana Jónsdóttir hefur um 4 ára skeið annast sundþjálf- un. Dreymdi lengi Framhald af bls. 35 gegn Charleroi í 1. deildar keppninni, sem það tapaði, en eigi að síður sýndi það mjög góðan leik. Þetta er greinilega léttleikandi lið, skipað góðum knattspyrnumönnum, þannig að það er ekki vist að ég kom- ist strax í aðalliðið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að líf atvinnuknattspyrnumannsins er ekki dans á rósum og að menn verða að leggja geysi- lega hart að sér til þess að ná árangri, en það ætla ég mér líka að gera. Það verður líka skemmtilegra fyrir mig að hafa þarna Þorstein Bjarna- son, sérstaklega meðan ég get ekki tekið fjölskyldu mína með mér, en hún mun koma á eftir mér til Belgíu í vetur. — Var Belgía óskaland þitt? — Ekkert frekar. Mig langaði aðeins til þess að verða atvinnumaður, og er fyllilega ánægður með samn- inginn sem ég fékk og liðið sem ég mun leika með. Hins vegar kem ég auðvitað til með að sakna verulega félaga minna i Akranesliðinu. Ég er búinn að leika með sumum þeirra allt frá árinu 1972, og þetta hefur verið góður og samstilltur hópur, sem mikil eftirsjá er að fara frá. Ég vona bara að þeim gangi vel í framtíðinni. — En hvað um landsleiki, var Karl spurður að lokum. — Gengið var frá því að ég fengi leyfi til þess að leika með íslenzka landsliðinu, ef ég yrði v'alinn til þess, a.m.k. í meiri háttar leikjum, svo sem í Evrópubikarkeppninni. Ég leyni því ekki að það er mér mikið kappsmál að vera það góður að ég verði valinn í landsliðið, og mun gera hvað ég get til þess að svo verði sem oftast. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.