Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 28
oft æfir Jóhann eða keppir
alla daga vikunnar. Æfing-
arnar eru ýmist þrekæfingar,
slagæfingar og svo spil. Eru þá
oft tekin fyrir sérstök slög á
hverri æfingu, eins og
„dropp“, „smösh“ svo notuð
séu þau orð sem badminton-
menn nota sín á milli.
Við spurðum Jóhann hvað
hann vildi helst geta bætt hjá
sér.
— Ég held að ég þurfi
aðallega að leggja meiri
áherslu á að ná meiri yfirveg-
un í spili". Þegar ég t.d. leik á
móti útlendingum hættir mér
til að verða dálítið spenntur og
fæ ég ekki alltaf það besta út
úr mínu spili. Ég hef mikinn
áhuga á að komast til æfinga
erlendis, til að æfa á móti
sterkari og fjölbreyttari leik-
mönnum en hér eru heima.
Það er alltaf hætta á að menn
staðni er komið er á toppinn,
því að andstæðingarnir, sem í
fremstu röð eru, eru yfirleitt
hinir sömu. Það er því oft að
þegar menn eru komnir á
toppinn hér heima halda þeir
sig þar í fjölmörg ár, þar til
einhver yngri kemur, sem
stendur þeim framar að
snerpu tæknilega séð. Þannig
verður þróunin afar hægfara.
Annars held ég að þetta standi
allt til bóta með auknum er-
lendum samskiptum, því að
þegar menn fá aðstöðu til að
leika við sterkari og fjöl-
breyttari andstæðinga lætur
árangurinn yfirleitt ekki á sér
standa.“
Þegar þetta blað kemur
fyrir sjónir lesenda verður Jó-
hann væntanlega með ís-
lenska landsliðinu í viku-
keppnisferð í Austurríki, þar
sem fram fer Evrópukeppni
landsliða. Síðan er það undir-
búningurinn fyrir titilvömina
í kringum páskana. En auk
sinna eigin æfinga sér Jóhann
um barnaþjálfun tvisvar í viku
á vegum TBR og segist hafa
mjög gaman af. Töluvert
er af efnilegum krökkum, en
þau þyrftu að fá fleiri æfinga-
tíma.
Um framtíðarmarkmið sín
segir Jóhann að þau séu ein-
faldlega að bæta árangurinn,
og verða betri badminton-
maður. Einnig á hann sér
þann draum að komast á
heimsmeistarakeppnina, sem
haldin verður í Indónesíu árið
1980, en telur litlar líkur á að
hægt verði að kljúfa þann
kostnað, sem slíkri ferð væri
samfara.
Jóhann með félögum sínum í
íslenzka landsliðinu. Fremri
röð: Jóhanna Kjartansson,
Kristín Magnúsdóttir, Kristín
Kristjánsdóttir, Hanna Lára
Pálsdóttir; Aftari röð: Broddi
Kristjánsson, Guðmundur
Adolfsson, Sigurður Kolbeins-
son og Sigfús Ægir Árnason.
Aftast: Walter Lenz og Garðar
Alfonsson.
28