Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 49

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 49
Siglingaáhugi vaxandi og aðstaðan er sæmileg — Mér finnst sigl- ingaíþróttin hafa verið í hálfgerðri lægð núna síð- ustu árin, og það vantar kynslóðir inn í íþróttina, sagði Jóhann H. Níels- son, hæstaréttarlögmað- ur sem valinn var „Sigl- ingamaður ársins 1978“. Munu margir minnast Jóhanns og áhafnar hans, svo og glæsilegs farkosts frá keppni i sumar sem sýnd var í sjónvarpinu. Báturinn, sem Jóhann á í félagi við tvo menn aðra er einn stærsti siglinga- báturinn sem til er hér- lendis, 28 feta langur. — Áhugi á siglingum er annars töluverður, sagði Jó- hann, — en aðallega eru not- aðir mun minni bátar en við erum á. Siglingarnar fara að mestu fram hér á Reykjavík- ursvæðinu og þá í tengslum við þá klúbba og félög sem hér eru starfandi. Eins og ég sagði virðist vera nokkur deyfð yfir Jóhann H Níelsson starfinu um þessar mundir, og er það álit mitt að þar eigi það hlut að máli að klúbbar þeir sem Æskulýðsráð Reykjavík- ur og Kópavogs starfrækja voru ekki opnir á kvöldin né á laugardögum, þannig að þeir sem eru í vinnu á daginn hafa ekki aðstöðu til þess að stunda æfingar. — Aðstaðan til siglinga er nokkuð góð hér á Reykjavík- ursvæðinu, einkum þó innan skerja á Skerjafirði, sagði Jó- hann. Hins vegar eru bryggjur og aðstaðan í landi á algjöru frumstigi. Vitanlega eru að- stæður íslenzkra siglinga- manna engan veginn hlið- stæðar við það sem gerist víða erlendis, enda veðráttan hér óstöðugri og sjórinn kaldur. Margir virðast álíta að erfitt sé að stunda siglingar hér vegna hvassviðris, en sannleikurinn er sá að oft veldur logn meiri erfiðleikum en vindurinn, sér- staklega á stærri bátunum. Jóhann var spurður að því, hvort ekki væri mjög mikill kostnaður því samfara að stunda siglingaíþróttina: Jóhann tekur við verðlaunum sínum 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.