Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 35
a um atvinnumenskuna \---------- r/l Þórðarson nattspyrnu- ður ársins” skuldað sigur en þeir. Mig grunaði ekki, þegar við töp- uðum fyrir þeim 0-1 hérna á Akranesi, að það yrði svo af- drifaríkt fyrir okkur. En það þarf svolitla heppni til þess að vinna svona mót, og þeir höfðu hana að þessu sinni. Það var okkur hins vegar mikil sárabót að vinna bikarkeppn- ina, en þar með hafði ég og fleiri félagar mínir unnið all- flesta þá titla sem unnt er að vinna til hérlendis. Þegar á heildina er litið er ég tæpast nógu ánægður með íslenzka knattspyrnu á þessu keppnis- tímabili. Akurnesingar og Valsmenn skáru sig of mikið úr til þess að mótið yrði skemmtilegt. Það var of mikill munur á liðunum í 1. deild. Hefðu fleiri lið blandað sér í toppbaráttuna, hefði mótið ugglaust verið skemmtilegra og dregið til sín fleiri áhorf- endur, en raun ber vitni. Það var aðeins hægt að tala um sæmilega aðsókn þegar þessi tvö lið voru að keppa. Þegar leikjafjöldinn er orðinn eins mikill og raun ber vitni, er þess varla að vænta að mikill áhorfendaskari sé á þeim leikjum sem hafa ekki mikið að segja. — Er það ekki mikil blóð- taka fyrir Akranesliðið að missa ykkur Pétur í atvinnu- knattspyrnuna? — Það er alltaf svo að maður kemur í manns stað, þannig hefur það minnsta kosti verið hér. Það hefur áður skeð að tveir af toppmönnum hðsins hafi farið í einu, en eigi að síður hélt liðið sínu, og vel það. Ég hef trú á að svo verði n, Hörð Hilmarsson og Albert Guðmundsson áfram. Það er mikill áhugi ríkjandi hér og margir ungir og efnilegir knattspyrnumenn að koma fram á sjónarsviðið, sem fá nú aukin tækifæri á að sýna hvað í þeim býr. — Hver var eftirminnileg- asti leikur þinn á keppnis- tímabilinu? — Þar er sannarlega af mörgu að taka, en ég held þó að ég verði að nefna bikarúr- slitaleikinn, ef ég á að taka einn leik út úr. Það var stór stund fyrir mig og aðra Akur- nesinga, þegar sá sigur var í höfn. Nú, og ég get einnig nefnt báða leikina við FC Köln í Evrópubikarkeppn- inni, þeir voru mjög skemmti- legir. Sem fyrr segir hefur Karl nú gert samning við belgíska 1. deildar liðið La Louviere, og var hann að pakka niður í töskur sínar, þegar íþrótta- blaðið ræddi við hann í árs- byrjun. — Ég var lengi búinn að ala þann draum með mér að verða atvinnuknattspyrnu- maður, og er því ánægður með það tækifæri sem ég fæ núna, en ég hef gert samning við La Louviere, sem nær fram í maí árið 1980. Ég var búinn að fara og kynna mér aðstæður hjá liðinu áður en ég gerði samninginn, og réði það miklu hversu vel forráðamenn fé- lagsins komu fram við mig og félag mitt, að ég valdi það. Mér var tekið tveim höndum er ég kom til þeirra, það var hreint ekki eins og ég væri að koma þarna í fyrsta sinn. Ég horfði á félagið leika einn leik, Framhald á bls. 65 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.