Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 53

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 53
Eyþór Pétursson, glímumaður ársina: Takmarkið að vinna Grettisbeltið Eyþór Pétursson bóndi að Baldursheimi í Mý- vatnssveit var kjörinn Glímumaður ársins. Hann er aðeins 22 ára gamall og hóf búskap á sl. ári, en hann er fæddur og uppalinn í Baldursheimi, þó að hann hafi komið í heiminn í sjúkrahúsinu á Húsavík. Hefur hann alla tíð dvalið í heimabyggð sinni utan tveggja vetra fyrir sunnan og annarra tveggja vetra á Héraðs- skólanum að Laugum. íþróttablaðið sló á þráðinn til hans um kaffileytið dag nokkurn í byrjun janúar og spurði hann, er við höfðum óskað honum til hamingju með heiðurinn, hvenær hann hefði byrjað að glíma. „Ætli ég hafi ekki verið 9 ára í barnaskólanum hérna, er ég byrjaði fyrst að glíma undir tilsögn Þráins Þórarinssonar, sem leiddi flesta okkar hér fyrstu skrefin í glímunni. Síð- an held ég að ég hafi verið 14 ára, er ég keppti fyrst í lands- flokkaglímunni og varð þá sveinameistari. Upp frá því held ég að ég hafi aldrei misst úr ár í landsflokkaglímunni. — Hvernig hefur þér gengið almennt? — Vel held ég að segja megi, ég hef aldrei orðið fyrir óhappi eða stórslysi i keppni en oft getað staðið mig betur. — Er ekki erfitt að stunda glímu samfara búskapnum? — Ég er búinn að fást við Þingeyskir glímumenn hafa verið mjög atkvæðamikiir und- anfarin ár, og hafa hug á að halda Grettisbeltinu hjá sér, svo sem fram kemur í viðtalinu við Eyþór Pétursson búskap alla mína tíð og ein- hvern veginn hefur maður fundið tíma í þetta. Það er mikill áhugi hér í sveitinni fyrir glímu og Grettisbeltið hefur oft gist hér hjá okkur. — Þér hefur ekki enn tekist að vinna beltið? — Nei, það er það mark- mið sem ég stefni að nú og við hér í sveitinni höfum mikinn hug á að heimta það aftur úr greipum Ómars Úlfarssonar, sem vann það í fyrra. — Hvernig gekk þér i ís- landsglímunni? — Mér gekk ekki nógu vel þar, en ég tel að ég hafi verið felldur á dómum, mér fannst Ómar níða mig niður tvisvar, en dómararnir voru ekki á sama máli. — Hvernig er æfingum hjá ykkur háttað um þessar mundir? — Við æfum tvisvar í viku. Höfum aðstöðu í félagsheim- ilinu í Skjólbrekku á mánu- dags- og föstudagskvöldum. Við erum yfirleitt 6 á æfing- um. Fyrir utan mig bræðurnir Pétur, Ingi, Kristján og Björn Ingasynir og svo Hjörleifur. Yfirleitt glímum við í l-l'/i klukkustund, en þá eru menn yfirleitt búnir að fá nóg. Hver glíma stendur í 10-15 mínútur, en til samanburðar er hver keppnisglíma 2-3 mínútur. — Hafið þið einhvern þjálfara? — Ekki er það nú eins og stendur. Sigurður Jónsson var með okkur nokkurn tíma um árið. — Er mikill áhugi á glímu hjá ykkur? — Já, hann er mjög mikill, jafnt meðal unglinga, sem eldri manna. Okkur finnst skorta á að mót séu haldin Framhald á bls. 66 53

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.