Orð og tunga - 2020, Page 15

Orð og tunga - 2020, Page 15
Þóra Björk Hjartardóttir: Orðið hvað sem orðræðuögn 3 → 07 A: en ég hef einmitt er með hvað tuttuguogeinstommu skjá niðri í 08 vinnu og mér finnst það (.) það er (.) ((þrusk)) það er bara 09 lágmarkið eiginlega ((hlær)) 10 B: jájá já ég meina svo er= 11 A: =en og svo er ég með fimmtán heima sko ((diskaglamur)) (.) og svo 12 [held] ég mig bara líka við það ((hlær)) (.) 13 B: [já] 14 B: ((diskaglamur)) ég meina þetta er bara (.) um leið og þú ert búinn 15 að vera eitthvað með svona (þú veist) tuttugu og einn sko þá er 16 sautján orðið bara ((diskaglamur)) 17 A: já þá er það bara of lítið nánast= 18 B: =þá er það allt í einu orðið miklu minna en það var í Orðið hvað í dæmum (1) og (2) er glögglega ekki notað til að gefa til kynna að verið sé að bera fram spurningu: það stendur t.d. hvorki fremst í segð né heldur fylgir því sögn eins og í opnum spurningum. Orðið hvað er hér notað sem orðræðuögn en annað meginhlutverk agna er að gefa til kynna sjónarhorn mælanda á það sem sagt er, sjá nánar í 3. kafla um einkenni orðræðuagna (Lindström 2008:78–81, Couper­Kuhlen og Selting 2018:493–495). Hér verður orðræðuögnin hvað í innstöðu á undan tíma­ og magn­ liðum, eins og sýnt er í dæmum (1) og (2), og einnig á undan liðum sem innihalda sértækt heiti, tekin til athugunar annars vegar út frá notkun og hins vegar út frá stöðu og venslum við það sem á eftir fer. Í því skyni er leitast við að svara því hvert sé meginhlutverk agnarinnar hvað í þessari stöðu og hvers konar málaðgerð hún falli undir. Skipan efnisins er þannig að í 2. kafla er greint frá efniviðnum sem liggur til grundvallar og þeim aðferðum sem beitt var á hann og í þeim 3. er fjallað um almenn einkenni orðræðuagna og einkan lega agna af þeim toga sem hér eru til umfjöllunar. Gögnin eru tekin til greiningar í 4. kafla og reynt að komast að niðurstöðu um hlutverk og málaðgerðarlega stöðu agnarinnar hvað í þeirri notkun sem hér um ræðir. Lokaorð er síðan að finna í 5. kafla. 2 Aðferðir og efniviður Fræðileg nálgun viðfangsefnisins er í anda samtalsgreiningar (e. con­ versation analysis) og samskiptamálfræði (e. interactional linguistics) þar sem litið er á samtöl og framlag hvers og eins til þess sem ferli sem byggt er upp af mállegum einingum sem þátttakendur bæta stöðugt við og endurskoða eftir því sem samtalinu vindur fram. Mállegar tunga_22.indb 3 22.06.2020 14:03:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.