Orð og tunga - 2020, Side 19

Orð og tunga - 2020, Side 19
Þóra Björk Hjartardóttir: Orðið hvað sem orðræðuögn 7 sína sem hann lagfærir strax á eftir agnarinnskotinu, þ.e. vandamálið liggur hjá honum sjálfum en ekki hlustandanum (sjálfsprottin sjálfs­ lagfæring, e. self­initiated self­repair).5 Lagfæring er afmarkað þriggja liða ferli sem skiptist í rót, merki og niðurstöðu. Rótin (e. trouble source) er þá vandinn sem leitast er við að ráða bót á. Merkið (e. initiation) er það sem gefur til kynna að upp er kominn vandi, að eitthvað þurfi að snurfusa eða lagfæra. Merkið getur verið óyrt, svo sem afgerandi þagnir eða lenging einstakra hljóða, eða yrt í formi orðræðuagna af einhverju tagi. Lagfæringu lýkur svo með því að skikki er komið á málin, niðurstaða (e. repair proper) fæst með því að orð þau sem t.d. leitað var að eða ekki var fullvissa um eru sögð og samtalið getur þá haldið áfram (Schegloff, Jefferson og Sacks 1977). Orðræðuagnir af svipuðum toga og ögnina hvað má finna í öðr um málum, m.a. sænsku, norsku og ensku. Fretheim (1981) sem rann­ sak að hefur slíkar agnir í norsku, eins og t.d. nok, gefur þeim heitið „dempere“ og segir þær hafa það hlutverk m.a. að draga úr fullyrðingu sem mælandi sjálfur ber ábyrgð á. Sama má segja um sambærilega ögn í sænsku, nog, sem nota má til að tákna að það sem sagt er sé sennilegt (sjá Aijmer 2016, Nilsson 2005, Lindström og Norrby 2016). Hið sama er einnig eitt af mörgum hlutverkum agnarinnar väl í sænsku (sjá Aijmer 2015). Enn fremur má draga nokkur líkindi með ögninni hvað við eitt af mörgum hlutverkum agnarinnar like í amerískri ensku í dæmi eins og He has, like, six sisters sem Siegel (2002:40), sem fellir greiningu sína að kenningum Schourups (1985), segir að túlka megi sem svo að: „the speaker asserts merely that he has six sisters, adding only a sort of warning to the listener of some possible minor non­ equivalence between six and the correct number“. Niðurstöður þessara rannsókna ber að sama brunni: Agnirnar sem um ræðir eru notaðar til að draga úr vægi fullyrðingar þar sem mæl­ andi gefur til kynna að hann sé ekki alveg fullviss um að hann fari með rétt mál þótt hann telji það sennilegt. Agnir af þessu tagi má því líta á sem merki um þekkingarlega afstöðu (e. epistemic stance) en með því er átt við hversu fullviss eða sannfærður mælandi er um inntak eða sannleiksgildi orða sinna. Slíka vissu eða efasemdir má láta í ljós með orðum sem auka ekki við merkingu segðarinnar heldur bæta þessari vídd við hana (Chin­ 5 Ögnina ha er einnig hægt að nota sem svokallaðan hala sem mælandi hengir aftan við segð sína til að skapa tengsl og samkennd með viðmælendum (sbr. Þóru Björk Hjartardóttur 2006). tunga_22.indb 7 22.06.2020 14:03:49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.