Orð og tunga - 2020, Page 25
Þóra Björk Hjartardóttir: Orðið hvað sem orðræðuögn 13
2) og fær svar (lína 4). Hún reynir síðan að rifja upp hvorn daginn það
var þá helgina og er ekki viss sem hún lætur í ljós með ögninni hvað
í línu 10 og biður um leið með því óbeint um staðfestingu á því um
hvorn daginn hafi verið að ræða. C kemur henni aftur til hjálpar og A
endurstaðfestir svo daginn með endurtekningu á orðum C í línu 12.
Sé gripið aftur til þekkingarskalans (sjá 3. kafla) mætti kannski segja
með endurstaðfestingu A í línu 12 hafi A færst til á skalanum frá því
að vera í námunda við K+ yfir á endapunktinn þar.
4.3 hvað sem lagfæring
Eins og fram kom í 3. kafla er með innskoti agnarinnar hvað inn í miðja
lotu gripið til aðgerðarinnar lagfæringar til að leysa úr þeim vanda
sem mælandi hefur ratað í með segð sína. Í því hlutverki sem ögnin
hvað gegnir á þessum stað í lotunni, eins og gerð var grein fyrir í 4.1 og
4.2, er vandinn sá að mælandi er ekki fullviss um sannleiksgildi þess
fjölda, magns eða tíma sem hann telur vera eða hann hefur gleymt í
svip hinu sértæka heiti sem hann hafði í huga.
Sé þetta greint nánar skv. hinu sundurliðaða þriggja þrepa ferli
aðgerðarinnar lagfæringar, sem gerð var grein fyrir í 3. kafla, er vand
inn sem ekki hefur enn verið tjáður með orðum þá fyrsta þrepið, rótin
svokallaða. Merkið, sem gefur til kynna vandann, er ögnin hvað og
niðurstaðan er þá segðin sjálf, þ.e. tímasetningin, talan eða magnið
sem ekki var fullvissa um eða hið sértæka heiti sem grafið hefur verið
úr hugarfylgsnum. Í báðum tilvikum er um að ræða sjálfsprottna
sjálfs lagfæringu, því það er mælandinn sjálfur sem bæði bendir á
vand ann (sjálfsprottinn) og lagar hann (sjálfslagfæring), eins og fram
kom í 3. kafla.
4.4 Niðurstaða
Hér hafa verið sýnd nokkur dæmi um notkun orðræðuagnarinnar
hvað í innstöðu þar sem athyglinni er beint að tilteknum tíma, magni
eða heiti. Greind voru tvö meginhlutverk agnarinnar í þessari notkun.
Annars vegar er hún notuð í orðaleit, þ.e. þegar mælandi leitar í huga
sér að orði sem hann hefur gleymt í svipinn. Þetta átti við þegar um er
að ræða staðarheiti eða orð sem túlka má sem sértækt heiti (sjá kafla
4.1).
Mun algengra er þó að ögnin hvað standi á undan tíma eða magnlið,
tunga_22.indb 13 22.06.2020 14:03:49