Orð og tunga - 2020, Síða 32

Orð og tunga - 2020, Síða 32
20 Orð og tunga latneskum uppruna.3 Helsta markmiðið með greininni er að skoða gerð og beygingu orðanna, nánar tiltekið endingu eignarfalls eintölu, í jafnt sögulegu sem samtímalegu ljósi, einkum þó hinu síðarnefnda. Jafnframt er lögð áhersla á að skoða hegðan þeirra í samsetningum. Að auki er ýmis fróðleikur um aldur orðanna.4 Sum orðanna standa styrkum fótum í málinu, t.d. grafík, keramík, klassík, krítík, músík, pólitík og rómantík. Staða annarra er líklega ekki sterk. Það gæti átt við um orð eins og t.d. fónetík og lógík, kannski genetík sem hefur þó verið leyst af hólmi með orðinu erfðafræði að einhverju eða öllu leyti. Sum erlendu orðanna, t.d. orðin músík og pólitík, eru mikið notuð þótt íslensku orðin stjórnmál og tónlist hafi þó vinninginn. Orð ið rómantík er einrátt á sínu sviði, líklega einnig orðið epík þrátt fyrir samheitið frásagnarskáldskapur sem er í Íslenskri samheitaorðabók (2012). Orðin, tilkoma þeirra í málinu, segja mikilvæga og merkilega sögu. Lánið er orðfræðilegt vegna áhrifa milli mála (e. language contact) (sbr. Ástu Svavarsdóttur og Veturliða Óskarsson 2009:18 og tilvísanir þar). Það er þó í eðli sínu fyrst og fremst menningarlegt lán (e. cultural bor­ rowings) (sbr. Myers­Scotton 2002:41; sjá líka Jansson 2015:30). Deila má um hvort tilkoma orðanna hafi verið tilviljanakennd eða ekki. En víst er eru þó dæmi þess í ritum að þau endi á ­ik eða ­ikk. Með rithættinum ­ík er m.a. vísað til þess að litið sé svo á að orðin hafi aðlagast. Taka má dæmi sem Guðrún Kvaran fræddi greinarhöfund um: Í Ný danskri orðabók með íslenzkum þýðingum eftir Jónas Jónasson (1896) er orðið klinik og við hlið þess líka klíník. Í handriti Jónasar stendur klinik. Líklegt má telja að útgefendur hafa bætt í­forminu við. Kjartan G. Ottósson (1990:103) segir að í bókinni sé orðið klíník. Hann tekur það sem dæmi um erlent orð sem hefur aðlagast, þó skýringalaust. Um ritháttaraðlögun má lesa hjá Jansson (2015:138 o.fr.). Hann rekur þar sögu ýmissa orða. 3 Telja má víst að Baldur Jónsson (2002:219) hafi m.a. átt við áðurnefnd orð þegar hann sagði það eftirtektarvert hve lítið væri af „grísk­latneskum orðum sem hafa borist viðstöðulítið úr einu máli í annað og oft eru kölluð alþjóðleg.“ Raunar bætir Baldur því við að aðkomuorðin séu fleiri „en margur hyggur“ og frá öllum öldum. Hér má líka vísa til Tarsi (2014) sem hefur safnað á fimmta hundrað orða af latneskum uppruna í íslensku. Hann vísar til Raschellà (1988) í því sambandi. 4 Heimilda um orðin hefur verið leitað í Íslenskri orðabók (2002), hér eftir ÍO, Beyg­ ingarlýsingu íslensks nútímamáls, hér eftir BÍN, Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, hér eftir ROH, í Risamálheildinni, hér eftir Rmh, og á Tímarit.is. Einnig var leitað með liðsinni Google. Orðanna var leitað á tímabilinu maí–júlí 2019; ýmislegt smálegt bættist þó við eftir það. Leitað var á tvennan hátt. Annars vegar var leitað orðmynda í öllum föllum eintölu með og án greinis; í Rmh var hægt að nota lemmu. Þar sem því var við komið var leitað að orðhluta (­ík). Tekið skal fram að ekki er hægt að líta svo á að listinn sé tæmandi þrátt fyrir mikla leit. Lengi er von á einum! tunga_22.indb 20 22.06.2020 14:03:50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.