Orð og tunga - 2020, Page 34
22 Orð og tunga
að viðfangsefni greinarinnar varðar eignarfallsendingar viðkomandi
orða (en ekki beyginguna í heild) verður aðeins gerð grein fyrir
endingum þess falls. Um nokkur orðanna verður rætt sérstaklega.
Í fimmta kafla snýst umræðan um orð sem enda á ík í fyrri hluta
samsetningarinnar. Slík samsetning er afar fátíð. Í sjötta kafla er
markmiðið að skoða tengsl nafnorða sem enda á ík við lýsingarorð
sem enda á ískur; lýsingarorðsendingin verður skoðuð og metin frá
ýmsum sjónarhornum. Í sjöunda kafla verður efnið dregið saman og
niðurstöður túlkaðar.
2 Uppruni og saga orða
Í kaflanum verður varpað ljósi á uppruna og sögu orðanna sem enda
á ík. Kaflinn skiptist í tvennt. Í 2.1 er rætt um fleirkvæðu orðin. Í 2.2 er
í samanburðarskyni hins vegar litið til einkvæðra orða sem enda á ík.
2.1 Saga fleirkvæðra orða sem enda á -ík
Íslensku orðin eru (yfirleitt) talin komin til okkar úr dönsku; það
á að minnsta kosti við um þau eldri eða elstu. Þannig segir Ásgeir
Blöndal Magnússon (1989) í Íslenskri orðsifjabók að orðin klassík, krítík
(ritað krítik), mekaník (ritað mekanik), músík (ritað músik), pólitík og
rómantík séu komin úr dönsku. Elstu heimildir um orðin í Ritmálssafni
Orðabókar Háskólans (= ROH) eru frá 18. og 19. öld. Þar má sjá að
orðið pólitík er elst eða frá lokum 18. aldar. Ekki er þó óhugsandi að
nafnorðið sé eldra í málinu þar sem elsta dæmið um lýsingarorðið
pólitískur er frá 1675 (Tímarit.is); þar eru hins vegar elstu dæmin um
nafnorðið frá u.þ.b. miðri 19. öld. Ýmis legt svipað má segja um ýmis
önnur pör, t.d. klassík og klassískur sem Jans son (2015:165‒170) fjallar
sérstaklega um. Hann segir lýsingarorðið vera rúmlega hálfri öld
eldra en nafnorðið; hann miðar við dæmi á Tímarit.is. Séu dæmin
í ROH skoðuð eykst munurinn heldur. Næst á eftir orðinu pólitík í
aldri kemur orðið krítík, þá músík en rómantík yngst; röðin gæti þó
verið tilviljun. Ásgeir Blöndal Magnússon segir að orðið mekaník sé
frá 18. öld. Sé orðinu traffík bætt við þá er það líka komið til okkar
úr dönsku en þangað úr ítölsku (samkvæmt því sem Ásgeir segir).
Orðið tragík er líka athyglisvert. Ásgeir getur ekki um aldur þess en
tengir það orðinu tragedía/tragidea sem er frá 16. öld (sjá ROH) og
lýsingarorðinu tragískur frá 18. öld (sjá ROH), sem hann telur að séu
tunga_22.indb 22 22.06.2020 14:03:50