Orð og tunga - 2020, Síða 35

Orð og tunga - 2020, Síða 35
Margrét Jónsdóttir: epík, keramík og klassík 23 komin úr dönsku. En þetta sýnir að heimildir um aldur einstakra orða staðfesta einungis að viðkomandi orð hafi verið til á umræddum tíma en gæti þó verið miklu eldra. Líklegt má telja að ýmis yngri orð hafi borist eftir öðrum leiðum, þá langlíklegast úr ensku en líka þýsku. Það gæti t.d. átt við orð eins og kínetík og genetík. Enda þótt þessi tvö orð hafi ekki náð sömu rótfestu og þau sem áður voru nefnd eru þau samt vel þekkt. En hver svo sem leiðin hefur verið skiptir hún í sjálfu sér litlu sem engu máli. Þau eiga sér traustar fyrirmyndir í hópi orða sem enda á ­ík. Þar skiptir ekki aðeins gerð þeirra máli heldur líka merkingarsviðið. Í dönsku enda fjölmörg orð á ­ik og það er greint sem viðskeyti, sbr. viðskeytalista í Den Danske Ordbog. Um tilurð þess segir að það sé „via tysk ­ik og fransk ­ique fra latin ­icus, ­ica eller græsk ­ikos, ­ike“. Því er svo bætt við að það sé „især i indlånte ord“. Orðin sem notuð eru sem dæmi eru hins vegar öll aðkomuorð. Hjá Quirk o.fl. (1985:1553‒1554) er ­ic viðskeyti í ensku, yfirleitt í lýsingarorðum, eitt nokkurra af erlendum uppruna. Ráða má af því sem sagt er að þetta séu virk viðskeyti. Þó er sá fyrirvari sleginn að þau séu „ [...] largely used with bases that have also been adopted“ (Quirk o.fl. 1985:1553). 2.2 Einkvæð orð sem enda á -ík Baldur Jónsson (2002) fjallaði um um kyn aðkomuorða og þá um leið beygingu þeirra. Hann sagði m.a.: „Það sem getur ráðið úrslitum um kynferði tökuorðs í íslensku er hljóðafar erlenda orðsins, einkum niðurlag þess, og svo merkingarleg vensl“ (Baldur Jónsson 2002:228). Í ljósi þessa verða orð með stofngerðina ­ík, önnur en þau fleirkvæðu, því hnýsileg. En nokkur einkvæð orð með stofngerðina ­ík er að finna í íslensku, fimm kvenkynsorð og a.m.k. þrjú hvorugkynsorð.6 Orðin brík, flík, spík, tík og vík eru gömul og teljast til hins upp­ runa lega orðaforða. Knudsen (1967:16) telur að orðin hafi hópast saman í flokka af formlegum, þ.e. hljóðlegum, ástæðum. Noreen (1923:282‒285) telur orðin til samhljóðastofna. En fram kemur líka að öll orðin nema vík geta beygst eins og ō­stofna orð; þau orð mynda að uppruna eignarfall eintölu með ­ar. Það er því væntanlega þess vegna 6 Hvorugkynsorðin voru fleiri. Ástæðan er sú að orð þessarar gerðar breyttust. Þetta á t.d. við um orðin dík og sík sem urðu díki og síki (sjá ÍO). Tökuorðið kríp á sér hliðarmyndina krípi (dæmi á Tímarit.is) sér við hlið. Hreinn Benediktsson (2002:351) segir að elstu öruggu dæmi um breytingu sem þessa (a­stofn verði ia­ stofn) séu frá miðri 16. öld og nefnir orðið nesti sem dæmi um það. tunga_22.indb 23 22.06.2020 14:03:50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.