Orð og tunga - 2020, Side 36
24 Orð og tunga
sem orðin geta eða hafa líka myndað eignarfall eintölu með ar við hlið
hinnar upprunalegu urendingar.7 Gleggsta dæmið um eignarfallið
ar sést í samsettum orðum með tík, t.d. tíkargrey. Í Íslenskri orðabók
frá 2002 (=ÍO) er eignarfallsending orðsins tík með ar. Hjá Kress
(1982:76) má lesa að tík myndi eignarfall með ur en líka ar. Í BÍN
er eignarfallsending orðanna flík og tík bæði ar og ur, orðanna spík
og vík ur en orðsins brík aðeins ar. Valtýr Guðmundsson (1922:69)
segir að brík myndi eignarfall með ar (oftast) og ur. Samkvæmt
Stafsetningarorðabókinni (2016), mynda öll orðin eignarfall með ur en
brík og tík líka með ar. Þess má líka geta að orðin vík og tík eru án efa
miklu algengari en brík og spík og hafa því aðra stöðu.8 Orðið vík hefur
líka sérstöðu að því leyti að eignarfallsendingin er ávallt ur.
Vitað er um þrjú hvorugkynsorð með stofngerðina ík, orðið
lík sem telst til erfðaorða og frík og kríp sem eru ung aðkomuorð.
Um beygingu þeirra er fátt að segja annað en það að hún fylgir
hefðbundinni hvorugkynsbeygingu.
Um stofngerð og áhrif hennar verður nánar fjallað í lokakafla. En
í þessari grein verður ekki fjallað frekar um einkvæðu orðin nema
ástæða þyki til samanburðar við fleirkvæðu orðin enda eru þau
viðfangsefni greinarinnar.
3 Hvernig á að greina -ík?
Haukur Þorgeirsson (2017:141) hefur velt því fyrir sér hvers vegna
„orð með sama viðskeyti beygist gjarnan eins“. Hann segir að orð sem
enda á sömu hljóðum hneigist til sömu beygingar, hvort sem um er
að ræða viðskeyti eða ekki. Hann bætir svo við, þó án rökstuðnings,
7 Upprunalega mynduðu ōstofna orð fleirtölu með ar. Þess sér þó ekki stað hjá
umræddum orðum í Ordbog over det norrøne prosasprog (ONP) en kannski má sjá
leifar í einu dæmi um flík og tveimur eða þremur um brík (öll í rímum) í ROH. Þess
má jafnframt geta að önnur orð sömu gerðar, þ.e. íC#, mynda oft fleirtölu með
ir (sbr. Margréti Jónsdóttur 1988‒1989:61). Engin dæmi eru um að áðurnefndur
orðahópur geri það. Jafnframt má geta þess að Runólfur Jónsson (1688:12) minnist
á það í málfræði sinni að orð með ei og í (ii hjá Runólfi) á undan k í nefnifalli
eintölu myndi fleirtölu með ur; hann nefnir orðin eik, steik og brík. Sjá líka Guðrúnu
Kvaran (1993:132) og Hauk Þorgeirsson (2017:141).
8 Þetta má styðja með tölum. Niðurstaða leitar í Rmh (er sú að undir lemmunni vík
voru skráð 22.613 dæmi, undir tík 3.324, undir brík 383 og spík 7. Niðurstaðan er
nokkuð óyggjandi. Þó er ekki allt sem sýnist enda ekki óhugsandi að orðin vík
og vik (36.800 dæmi) gætu hafa blandast saman, líka spík og spik (dæmin eru 52).
Tölur gætu líka breyst ef skoðuð væru samsett orð.
tunga_22.indb 24 22.06.2020 14:03:50