Orð og tunga - 2020, Síða 36

Orð og tunga - 2020, Síða 36
24 Orð og tunga sem orðin geta eða hafa líka myndað eignarfall eintölu með ­ar við hlið hinnar upprunalegu ur­endingar.7 Gleggsta dæmið um eignarfallið ­ar sést í samsettum orðum með tík, t.d. tíkargrey. Í Íslenskri orðabók frá 2002 (=ÍO) er eignarfallsending orðsins tík með ­ar. Hjá Kress (1982:76) má lesa að tík myndi eignarfall með ­ur en líka ­ar. Í BÍN er eignarfallsending orðanna flík og tík bæði ­ar og ­ur, orðanna spík og vík ­ur en orðsins brík aðeins ­ar. Valtýr Guðmundsson (1922:69) segir að brík myndi eignarfall með ­ar (oftast) og ­ur. Samkvæmt Stafsetningarorðabókinni (2016), mynda öll orðin eignarfall með ­ur en brík og tík líka með ­ar. Þess má líka geta að orðin vík og tík eru án efa miklu algengari en brík og spík og hafa því aðra stöðu.8 Orðið vík hefur líka sérstöðu að því leyti að eignarfallsendingin er ávallt ­ur. Vitað er um þrjú hvorugkynsorð með stofngerðina ­ík, orðið lík sem telst til erfðaorða og frík og kríp sem eru ung aðkomuorð. Um beygingu þeirra er fátt að segja annað en það að hún fylgir hefðbundinni hvorugkynsbeygingu. Um stofngerð og áhrif hennar verður nánar fjallað í lokakafla. En í þessari grein verður ekki fjallað frekar um einkvæðu orðin nema ástæða þyki til samanburðar við fleirkvæðu orðin enda eru þau viðfangsefni greinarinnar. 3 Hvernig á að greina -ík? Haukur Þorgeirsson (2017:141) hefur velt því fyrir sér hvers vegna „orð með sama viðskeyti beygist gjarnan eins“. Hann segir að orð sem enda á sömu hljóðum hneigist til sömu beygingar, hvort sem um er að ræða viðskeyti eða ekki. Hann bætir svo við, þó án rökstuðnings, 7 Upprunalega mynduðu ō­stofna orð fleirtölu með ­ar. Þess sér þó ekki stað hjá umræddum orðum í Ordbog over det norrøne prosasprog (ONP) en kannski má sjá leifar í einu dæmi um flík og tveimur eða þremur um brík (öll í rímum) í ROH. Þess má jafnframt geta að önnur orð sömu gerðar, þ.e. ­íC#, mynda oft fleirtölu með ­ir (sbr. Margréti Jónsdóttur 1988‒1989:61). Engin dæmi eru um að áðurnefndur orðahópur geri það. Jafnframt má geta þess að Runólfur Jónsson (1688:12) minnist á það í málfræði sinni að orð með ­ei og ­í (ii hjá Runólfi) á undan k í nefnifalli eintölu myndi fleirtölu með ­ur; hann nefnir orðin eik, steik og brík. Sjá líka Guðrúnu Kvaran (1993:132) og Hauk Þorgeirsson (2017:141). 8 Þetta má styðja með tölum. Niðurstaða leitar í Rmh (er sú að undir lemmunni vík voru skráð 22.613 dæmi, undir tík 3.324, undir brík 383 og spík 7. Niðurstaðan er nokkuð óyggjandi. Þó er ekki allt sem sýnist enda ekki óhugsandi að orðin vík og vik (36.800 dæmi) gætu hafa blandast saman, líka spík og spik (dæmin eru 52). Tölur gætu líka breyst ef skoðuð væru samsett orð. tunga_22.indb 24 22.06.2020 14:03:50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.