Orð og tunga - 2020, Síða 46
34 Orð og tunga
einboðin, sbr. umræðu í kafla 4.2. Og vissulega mynda fjölmörg ík
orð eignarfall með ar eða geta það. En þau geta líka alltaf myndað
eignarfall með ur; raunar er sú ending oftar en ekki einráð. Og séu
dæmi um báðar endingarnar er sú með ur algengari en ar í öllum
tilvikum nema einu, í orðinu traffík. Heimildir um eignarfall þess orðs
er nánast einungis að finna á netinu og samkvæmt þeim virðist ar
endingin hafa yfirhöndina. Fróðlegt gæti því orðið að fylgjast með
þróun þess.
Þau kvenkynsorð sem mynda eignarfall eintölu með ur eru fá.23
Því kemur eignarfallsending íkorðanna nokkuð á óvart. Orðin hljóta
því að hafa átt sér beygingarlega fyrirmynd í einkvæðu íkorðunum.
Því má kannski álykta sem svo að önnur einkvæð orð sömu gerðar,
brík, flík, spík og tík, hafi oftar en ekki myndað eignarfall með ur enda
þótt arendingin sé líka til staðar eins og dæmin sanna. Og nú má
lýsa beygingu allra kvenkynsorða sem enda á ík þannig að þau geti
myndað eignarfall eintölu með ur; það teldist viðurkennt. En hvort
þau yrðu öll að gera svo er önnur saga.
Velti sá sem lærir málið því fyrir sér hvernig beygja ætti orðin frík
og pólitík er líklegt að þeim hinum sama þætti sennilegast að þau
beygðust eins. Sú ályktun er réttmæt vegna gerðar orðanna. Samt
sem áður er hún ekki nægjanleg enda þarf kynið að liggja fyrir þar
sem það er órjúfanlegur þáttur orðsins.
Heimildir
Ari Páll Kristinsson. 2004. Offisiell normering av importord i islandsk. Í:
Sandøy, Helge og JanOla Östman (ritstj.). Det främmande i nordisk språk
politik. Om normering av utländska ord, bls. 30‒70. Oslo: Novus forlag.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Há
skól ans.
Ásta Svavarsdóttir. 1993. Beygingarkerfi nafnorða í nútímaíslensku. Reykjavík:
Málvísindastofnun Háskóla Íslands.
Ásta Svavarsdóttir. 2003. Tilpasning av importord i islandsk. Í: Sandøy,
Helge (ritstj.). Med ´bil´i Norden i 100 år, bls. 75‒81. Oslo: Novus forlag.
pragmatíkinnar (Googleleit), klassíkinnar, heimspólitíkinnar og rómantíkinnar (öll
á Tímarit.is). Það sama á við um einkvæðu orðin, sbr. dæmi eins og flíkinnar og
víkinnar (Googleleit). Úr öðrum beygingarmynstrum má finna fjölmörg dæmi um
hið sama, sbr. t.d. búðinnar, fegurðinnar, hugsuninnar, mjólkinnar og mýrinnar (öll
fundin með leit í Google). Það segir kannski eitthvað að orðin eru öll kvenkyns.
23 Þetta má t.d. lesa út úr tölum hjá Ástu Svavarsdóttur (1993:154). Sjá líka Eirík
Rögnvaldsson (2013:169) sem segir að urendingin í eignarfalli sé mörkuð gagnvart
ar.
tunga_22.indb 34 22.06.2020 14:03:50