Orð og tunga - 2020, Page 54
42 Orð og tunga
mynd (sbr. Helga Bernódusson 1982, Jóhönnu Barðdal 1999, Heimi
Frey Viðarsson 2017) en rökin fyrir henni hafa byggt á orðaröð í til
tekn um dæmum. Þrátt fyrir að frumlagspróf sem byggð eru á orða
röð séu nokkuð traust fyrir nútímaíslensku er hana aðeins hægt að
nota að takmörkuðu leyti fyrir forníslensku (sjá einkum Jóhannes
Gísla Jónsson 2018). Hér setjum við aftur á móti fram ný rök, byggð á
frumlagsprófi sem talið hefur verið mjög traust, nánar tiltekið stýri-
nafnháttum (e. control infinitives). Dæmi um slíkt próf með líka í nú
tímamáli er sýnt í (7).
(7) a. Ég vonast til að FOR(þgf.) líka þessi maður(nf.).
b. *Ég vonast til að FOR(nf.) líka þessum manni(þgf.).
Sögnin vonast til tekur með sér nafnháttarsetningu án sýnilegs frum
lags. Það hafa hins vegar verið sett fram sannfærandi rök um að í
nafn hátt ar setningunni sé engu að síður frumlag, svokallað FOR, sem
fái fall (sjá einkum Halldór Ármann Sigurðsson 1991, 2008). Í stýri
nafn háttarsetningum eins og með vonast til er eingöngu hægt að láta
frum lagið vera ósagt og því er þetta notað sem frumlagspróf. Í (7a)
sjáum við að sögnin tekur með sér nefnifallsröklið, þessi maður, en
þágu fallsliðurinn er ósagður. Þar með túlkum við þá þágufallsliðinn
sem frumlag og nefnifallsliðinn sem andlag. Í nútímamáli er aftur á
móti ótækt að snúa þessu við, eins og reynt er í (7b). Ályktunin sem
við drögum af því er að nefnifallsliðurinn með líka geti ekki verið
frum lag.
Aftur á móti finnast dæmi um stýrinafnhætti með líka í fornu máli
þar sem nefnifallsliðurinn er ósagður:6
(8) girntiz meirr at FOR(nf.) líka einum guði(þgf.) en mönnum
(Æv 150.15 [ísl. hdr., ca 1350])
Við höldum því fram, eins og nánar er rætt um síðar í greininni, að
líka hafi hér ósagt nefnifallsfrumlag, FOR, og andlag í þágufalli. Þetta
eru þannig ný rök fyrir því að líka hafi getað tekið nefnifallsfrumlag
í fornu máli. Þar eð við föllumst á fyrri röksemdir um að sagnir eins
og líka hafi getað tekið þágufallsfrumlag í fornu máli höldum við því
fram að sögnin hafi verið samhverf (skiptisögn). Í greininni lítum við
nánar á þetta, sem og dæmi um orðaröð sem gætu bent til þess að
6 Við skjótum inn upplýsingum um aldur og uppruna handrits skv. upplýsingum
frá Ordbog over det norrøne prosasprog, til þess að undirstrika að þau birtast bæði í
íslenskum og norskum handritum.
tunga_22.indb 42 22.06.2020 14:03:50