Orð og tunga - 2020, Síða 54

Orð og tunga - 2020, Síða 54
42 Orð og tunga mynd (sbr. Helga Bernódusson 1982, Jóhönnu Barðdal 1999, Heimi Frey Viðarsson 2017) en rökin fyrir henni hafa byggt á orðaröð í til­ tekn um dæmum. Þrátt fyrir að frumlagspróf sem byggð eru á orða­ röð séu nokkuð traust fyrir nútímaíslensku er hana aðeins hægt að nota að takmörkuðu leyti fyrir forníslensku (sjá einkum Jóhannes Gísla Jónsson 2018). Hér setjum við aftur á móti fram ný rök, byggð á frumlagsprófi sem talið hefur verið mjög traust, nánar tiltekið stýri- nafnháttum (e. control infinitives). Dæmi um slíkt próf með líka í nú­ tímamáli er sýnt í (7). (7) a. Ég vonast til að FOR(þgf.) líka þessi maður(nf.). b. *Ég vonast til að FOR(nf.) líka þessum manni(þgf.). Sögnin vonast til tekur með sér nafnháttarsetningu án sýnilegs frum­ lags. Það hafa hins vegar verið sett fram sannfærandi rök um að í nafn hátt ar setningunni sé engu að síður frumlag, svokallað FOR, sem fái fall (sjá einkum Halldór Ármann Sigurðsson 1991, 2008). Í stýri­ nafn háttarsetningum eins og með vonast til er eingöngu hægt að láta frum lagið vera ósagt og því er þetta notað sem frumlagspróf. Í (7a) sjáum við að sögnin tekur með sér nefnifallsröklið, þessi maður, en þágu fallsliðurinn er ósagður. Þar með túlkum við þá þágufallsliðinn sem frumlag og nefnifallsliðinn sem andlag. Í nútímamáli er aftur á móti ótækt að snúa þessu við, eins og reynt er í (7b). Ályktunin sem við drögum af því er að nefnifallsliðurinn með líka geti ekki verið frum lag. Aftur á móti finnast dæmi um stýrinafnhætti með líka í fornu máli þar sem nefnifallsliðurinn er ósagður:6 (8) girntiz meirr at FOR(nf.) líka einum guði(þgf.) en mönnum (Æv 150.15 [ísl. hdr., ca 1350]) Við höldum því fram, eins og nánar er rætt um síðar í greininni, að líka hafi hér ósagt nefnifallsfrumlag, FOR, og andlag í þágufalli. Þetta eru þannig ný rök fyrir því að líka hafi getað tekið nefnifallsfrumlag í fornu máli. Þar eð við föllumst á fyrri röksemdir um að sagnir eins og líka hafi getað tekið þágufallsfrumlag í fornu máli höldum við því fram að sögnin hafi verið samhverf (skiptisögn). Í greininni lítum við nánar á þetta, sem og dæmi um orðaröð sem gætu bent til þess að 6 Við skjótum inn upplýsingum um aldur og uppruna handrits skv. upplýsingum frá Ordbog over det norrøne prosasprog, til þess að undirstrika að þau birtast bæði í íslenskum og norskum handritum. tunga_22.indb 42 22.06.2020 14:03:50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.