Orð og tunga - 2020, Page 57
Einar Sigurðsson og Heimir Viðarsson: Um líka í fornu máli 45
mögulega verið notkun orsakarsagnarinnar láta með þgf-nfsögnum
eins og líka, sbr. láta sér eð líka). Þetta verður því til þess að meiri líkur
séu á endurtúlkun, þ.e. merking sagnliðarins sé ekki fullkomlega ljós.
Hugsanlegt er að þessa greiningu megi heimfæra yfir á íslensku
að einhverju leyti. Í nútímaíslensku er líka ástandssögn, enda er þágu
fallsliðurinn þar alltaf frumlag, en gat mögulega verið bæði ástands
sögn og sögn með náttúrulegan endapunkt í fornu máli. Hægt er að
sannreyna hvort sagnliðir hafi náttúrulegan endapunkt með notkun
for setningarliða sem merkja endapunktinn í einhverjum skiln ingi;
þetta geta verið forsetningarliðir eins og á tíu mínútum og á auga
bragði.7 Í nútímamáli gengur setningin í (12) ekki með for setn ing ar
liðn um á tíu mínútum (en mun betra og ekki ótækt er að nota á auga
bragði) en þar er um hreina ástandsmerkingu líka að ræða. Ef við lítum
hins vegar aftur á dæmið í (8), endurtekið sem (13a), getum við sagt
að þar sé merking líka ‘gera til geðs’ eða e.t.v. ‘falla í kramið’. Og það
er hægt að nota forsetningarlið sem merkir eða sigtar út endapunkt
með þessum sögnum, eins og sýnt er í (13b–c):8
(12) Mér líkaði þetta ?á augabragði / *á tíu mínútum.
(13) a. girntiz meirr at líka einum guði en mönnum
(Æv 150.15 [ísl. hdr., ca 1350])
b. Hann gerði okkur til geðs á augabragði / ?á tíu mín útum.
c. Hann féll í kramið hjá okkur á augabragði / á tíu mín útum.
Hugmyndir van Gelderen virðast þannig passa ágætlega við líka í
íslensku að fornu og nýju en jafnvel þótt það kæmi í ljós að þær gerðu
það ekki breytir það engu um þær röksemdir í 3. kafla fyrir því að líka
hafi getað tekið með sér frumlag í nefnifalli í forníslensku.
7 Svokallaðar verknaðargerðir sagna sem koma til greina þegar um náttúrulegan
endapunkt er að ræða eru aðgerðasagnir (e. accomplishments) og atburðasagnir
(e. achievements). Munurinn á þessum tveimur verknaðargerðum skiptir okkur
ekki máli því að hér er það fyrst og fremst náttúrulegur endapunktur sem er til
skoðunar. Sjá nánari umræðu hjá Höskuldi Þráinssyni (2005:§11.6) um verkn aðar
gerðir sagna og liði sem eru notaðir til að marka endapunkt.
8 Stundum er svolítið stirt að nota suma forsetningarliði í ákveðnu samhengi. Rétt
er að geta þess að það er ekki nauðsynlegt að nota forsetningarliði til að merkja
endapunkt þótt hér sé það gert; í stað á tíu mínútum má til dæmis nota Það tók en
tíu mínútur að ... Það gengur t.a.m. ekki að segja *Það tók mig ekki nema tíu mínútur
að líka þetta en að okkar mati er fullkomlega tækt að segja Það tók hann ekki nema tíu
mínútur að falla í kramið hjá okkur og Það tók hann ekki nema tíu mínútur að gera okkur
til geðs.
tunga_22.indb 45 22.06.2020 14:03:51