Orð og tunga - 2020, Side 66

Orð og tunga - 2020, Side 66
54 Orð og tunga hér að ofan, koma einnig fyrir með FOR sem vísar ekki til mállegs undanfara sem áður hefur verið minnst á, sjá (28). Þar hefur það almenna tilvísun (FOR er þá e. generic; sjá um þessa gerð FOR t.d. hjá Halldóri Ármanni Sigurðssyni og Egerland 2009). (28) þvi at umattolect er at lika guði fyri utan trv (Alk 53.3 [no. hdr., ca 1200–1225]) Þau dæmi sem hér eru sýnd um stýrinafnhætti með líka eru að því leytinu til óheppileg að þau koma fyrir í þýddum ritum. Þetta vekur auðvitað spurningar. Af hverju finnast til dæmis ekki ótvíræð dæmi um líka með nefnifallsfrumlagi í Íslendingasögunum? Er mögulega um áhrif að ræða frá erlendum frumtexta í þessum dæmum? Í hverju myndu slík áhrif felast? Við höfum ekki leitað uppi latneskar fyrir­ myndir allra þeirra dæma sem við höfum fundið en samkvæmt forn­ máls orða bók Fritzners (1896) samsvarar líka sögninni placere sem í nútímaíslensku væri nærtækara að þýða geðjast eða þóknast. Sögn in placere er einmitt notuð í latneskri hliðstæðu (26b), til dæmis.14 Rétt er þó að halda því til haga að einnig virðist vera til að þetta samband stýrisagnar með líka sé notað þar sem það á sér ekki neina beina hliðstæðu í latnesku fyrirmyndinni, eftir því sem næst verður komist. Þetta á við um (26d) þar sem latneskur texti er prentaður neðanmáls. Latneski textinn er þar hvorki með stýrinafnháttarformgerð af neinu tagi né heldur umrædda sögn placere. Dæmið allt virðist vera innskot norræna þýðandans til nánari útskýringar. Önnur túlkun en áhrif frá latínu væri að dæmin séu raunverulega til vitnis um forn tilbrigði og þá e.t.v. málbreytingu — eða jafnvel málnýjung sem ekki breiddist út. Við getum á þessari stundu auðvitað ekki vitað neitt um slíkt með vissu. Við teljum hins vegar ólíklegt að þýðendur ritanna hér að ofan hafi þýtt erlendan frumtexta með mál­ fræðilega fullkomlega ótækri setningagerð og í því sambandi bend­ um við til viðbótar á þrennt. Í fyrsta lagi ber að nefna að líka með stýrinafnhætti er ekki stakdæmi, í öðru lagi má hér benda á mögulegt mikilvægi eldra málstigs út frá aldri textanna og í þriðja lagi er ekkert endilega við fjölda ótvíræðra dæma af þessum toga að búast 14 Norræni textinn fylgir latneska textanum nokkuð nákvæmlega: tu illis placere desideras: ego, vt Christo soli placeam, concupisco (Surius 1618:248.24). Merk ing concupisco (=ek girnumzt) er hér því ‘ég þrái’ og það er ekkert sem þving ar þýðand­ ann til þess að þýða placere endilega með sögninni líka í nafn hátt ar setningunni. Þetta myndi e.t.v. horfa öðruvísi við ef sagnirnar placere og líka væru augljóslega skyldar eða einhver önnur (hljóðafarsleg) líkindi væru með þeim sem gerðu það að verkum að þýðandinn veldi hér „ranga“ sögn, ef svo má segja. tunga_22.indb 54 22.06.2020 14:03:51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.