Orð og tunga - 2020, Page 66
54 Orð og tunga
hér að ofan, koma einnig fyrir með FOR sem vísar ekki til mállegs
undanfara sem áður hefur verið minnst á, sjá (28). Þar hefur það
almenna tilvísun (FOR er þá e. generic; sjá um þessa gerð FOR t.d. hjá
Halldóri Ármanni Sigurðssyni og Egerland 2009).
(28) þvi at umattolect er at lika guði fyri utan trv
(Alk 53.3 [no. hdr., ca 1200–1225])
Þau dæmi sem hér eru sýnd um stýrinafnhætti með líka eru að því
leytinu til óheppileg að þau koma fyrir í þýddum ritum. Þetta vekur
auðvitað spurningar. Af hverju finnast til dæmis ekki ótvíræð dæmi
um líka með nefnifallsfrumlagi í Íslendingasögunum? Er mögulega
um áhrif að ræða frá erlendum frumtexta í þessum dæmum? Í hverju
myndu slík áhrif felast? Við höfum ekki leitað uppi latneskar fyrir
myndir allra þeirra dæma sem við höfum fundið en samkvæmt forn
máls orða bók Fritzners (1896) samsvarar líka sögninni placere sem í
nútímaíslensku væri nærtækara að þýða geðjast eða þóknast. Sögn in
placere er einmitt notuð í latneskri hliðstæðu (26b), til dæmis.14 Rétt
er þó að halda því til haga að einnig virðist vera til að þetta samband
stýrisagnar með líka sé notað þar sem það á sér ekki neina beina
hliðstæðu í latnesku fyrirmyndinni, eftir því sem næst verður komist.
Þetta á við um (26d) þar sem latneskur texti er prentaður neðanmáls.
Latneski textinn er þar hvorki með stýrinafnháttarformgerð af neinu
tagi né heldur umrædda sögn placere. Dæmið allt virðist vera innskot
norræna þýðandans til nánari útskýringar.
Önnur túlkun en áhrif frá latínu væri að dæmin séu raunverulega
til vitnis um forn tilbrigði og þá e.t.v. málbreytingu — eða jafnvel
málnýjung sem ekki breiddist út. Við getum á þessari stundu auðvitað
ekki vitað neitt um slíkt með vissu. Við teljum hins vegar ólíklegt að
þýðendur ritanna hér að ofan hafi þýtt erlendan frumtexta með mál
fræðilega fullkomlega ótækri setningagerð og í því sambandi bend
um við til viðbótar á þrennt. Í fyrsta lagi ber að nefna að líka með
stýrinafnhætti er ekki stakdæmi, í öðru lagi má hér benda á mögulegt
mikilvægi eldra málstigs út frá aldri textanna og í þriðja lagi er
ekkert endilega við fjölda ótvíræðra dæma af þessum toga að búast
14 Norræni textinn fylgir latneska textanum nokkuð nákvæmlega: tu illis placere
desideras: ego, vt Christo soli placeam, concupisco (Surius 1618:248.24). Merk ing
concupisco (=ek girnumzt) er hér því ‘ég þrái’ og það er ekkert sem þving ar þýðand
ann til þess að þýða placere endilega með sögninni líka í nafn hátt ar setningunni.
Þetta myndi e.t.v. horfa öðruvísi við ef sagnirnar placere og líka væru augljóslega
skyldar eða einhver önnur (hljóðafarsleg) líkindi væru með þeim sem gerðu það
að verkum að þýðandinn veldi hér „ranga“ sögn, ef svo má segja.
tunga_22.indb 54 22.06.2020 14:03:51