Orð og tunga - 2020, Page 86

Orð og tunga - 2020, Page 86
74 Orð og tunga fara að tala um íslenska hreintungustefnu. Því er í flestum tilvikum mögulegt að komast að því hvort það er tökuorðið eða innlenda orðið sem fyrr hafi komist í notkun miðað við varðveittar heimildir. Vitaskuld kunna orð að hafa verið í notkun fyrr eða síðar þótt við höfum ekki heimildir fyrir því lengur. Auk alls þessa er einnig reynt að varpa ljósi á tökuferli sumra orða þar sem lýsingin er ekki talin fullnægjandi í íslenskum orðsifjabókum (AeW, IeW, ÍOb). Samheitapörin birtast á fjóra vegu í textunum: 1) á sambærilegum stöðum sama texta í mismunandi handritum 2) sem einföld víxl þar sem þau koma fyrir á mismunandi stöðum í texta tiltekins verks, 3) sem skýringarinnskot og 4) sem samheitatvennur. Skýringarinnskot (e. explicative insertion) nefnast þau tilvik þar sem innlent samheiti útskýrir erlent orð, en innlenda orðið er venjulega tilfært með orðalagi eins og þat er (á norrœnu) eða sem vér kǫllum. Hitt kemur einnig fyrir, þó aðeins í örfáum tilvikum, þ.e. að tökuorð er notað sem skýring á innlendri smíð eins og t.d. í Elucidarius (AM 544 4to, Scherabon Firchow og Grimstad 1989:12810): „Jórsalaborg þat er Hierusalem“. Samheitatvennur (e. synonymic dittology) eru tilvik þar sem erlenda og innlenda orðið eru pöruð saman með samtengingunni og eða eða í skýringarhlutverki, þ.e. hún þýðir ‘það er (að segja)’, ‘með öðrum orðum’. Í málfræðiritgerðunum fjórum er ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar þann hluta orðaforðans sem hér er til rannsóknar. Sam­ heita pör í þessum fjórum verkum eru fá að meðaltali, og eru t.d. engin samheitapör í Fyrstu málfræðiritgerðinni (skr. 1130–1140). Í Annarri málfræðiritgerðinni (skr. 1270–1300) er á hinn bóginn ein­ ung is eitt samheitapar að finna, þ.e. músíka – sǫngr, þar sem í Fjórðu málfræðiritgerðinni (skr. 1320–1340) birtast tvö samheitapör (præ­ positio – fyrirsetning; vers – vísuorð). ÞMR sker sig úr hópnum, en í henni er að finna 20 samheitapör. Dreifing samheitapara í mismunandi handritum segir ekki mikið til um hvort stemma, sem fyrr var vikið að, er rétt. Vert er þó að geta þess að W og 748 ber saman í öllum tilfellum nema hvað varðar sam­ heita pörin (cœlestis) armonia – (himnesk) hljóðagrein og punkta – stinga. Í fyrra tilfellinu ber 748 og 757 a saman á móti W, þar sem orðunum himnesk hljóðagrein er sleppt, en í hinu síðara varðveita 748 og W mismunandi lesbrigði hvað orðið stinga varðar (sbr. Töflu 2), en er ekki að finna á sambærilegum stað í 757 a. Þetta síðara tilfelli geymir þó ekki þýðingarmikinn orðalagsmun en 748 hefur vafalaust rétta lesháttinn (þá er hann er stunginn) þar sem W sýnir mistök sem stafa sennilegast af mislestri (er þá stundum), en textabúturinn rétt á undan tunga_22.indb 74 22.06.2020 14:03:52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.