Orð og tunga - 2020, Síða 93
Matteo Tarsi: Samspil tökuorða og innlendra orða 81
geta þess að ekki er innlent samheiti á öllum latneskum stílfígúrum
sem Ólafur fjallar um. Þar að auki er innlent heiti einu sinni notað yfir
tvö mismunandi fyrirbæri (sjá neðar, u. apocope – orðkolfr), en í annað
skipti er innlent heiti notað sem samheiti yfir latneskt heiti en heitin
tvö tákna í rauninni mismunandi fyrirbæri sem lítið eiga sameiginlegt
(sjá neðar, u. paronamasia – aðalhending).
apocope – orðkolfr : Lat. apocope (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748
i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er tökuorð úr fgr. ἀποκοπή
‘brottfall hljóðs, hljóða eða atkvæðis í bakstöðu, apókópa’, sem leitt er
af so. ἀποκόπτω ‘skera, klippa, höggva af’.
Físl. orðkolfr ‘brottfall hljóðs, hljóða eða atkvæðis í bakstöðu,
apókópa’ (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn
M. Ólsen 1884) er samsett af orð og kolfr (réttara: kólfr) ‘klukkukólfur,
dingull, ör, kastspjót, kastvopn, járnbolti’. Ekki er augljóst hvernig ber
að skilja samband orðanna orð og kolfr í samsetningunni. Upprunaleg
merking rótarinnar (forfrg. *gelbh/glebh) virðist hafa verið eitthvað á
borð við ‘pressa saman, móta kúlu úr eu’ (sbr. IdgeW, u. gel1). Má því
velta fyrir sér hvort þolmyndarmerking hafi verið í orðinu kolfr, svo
að orðið gæti verið notað til að tákna styttri gerð einhvers orðs. Þess
ber svo að geta að samsvarandi orð í dönsku og nýnorsku (kolv) þýða
‘kylfa’, sbr. einnig náskylda íslenska orðið kylfa. Þar af leiðandi má
færa rök fyrir því að orðið kolfr, þó að það sé ekki varðveitt eitt og sér,
hafði sömu merkingu og d./nýn. kolv. Grunnmerking orðsins orðkolfr
væri þá ‘orðkylfa’. Í yfirfærðri merkingu ‘kylft orð’ var orðið notað
til að tákna lat. apocope (sbr. orðatiltækið að kylfa til orðanna ‘stama’,
so. kylfa er einungis að finna í þessu orðatiltæki). Físl. orðkolfr notar
Ólafur einnig þegar talað er um ranga fallnotkun (solœcismus per casus,
sbr. Björn M. Ólsen 1884:7765–69). Á báðum stöðum notar Ólafur sömu
vísuorð (því hefik heitit mey mætri / mest nema hamlan bresti) til að gera
grein fyrir tveim mismunandi fyrirbærum. Þegar talað er um apó
kópu, túlkar Ólafur orðmyndina mey sem þágufallshliðarmynd af mær
(þ.e. meyju > mey; nf. mær, þf. mey, þgf. mey, ef. meyjar o.s.frv.). Aftur
á móti túlkar Ólafur í síðara tilvikinu sama orðið sem þolfallsmynd
en ekki þágufallsmynd (þ.e. nf. mær, þf. mey, þgf. meyju, ef. meyjar
o.s.frv.), þ.e. hann á við að þolfallsmynd sé notuð í stað þágufalls.
Tökuorðið er væntanlega til komið af nauðsyn (anadiplosis – drǫg
ur), en innlenda orðið orðkolfr er innlent nýgert orð sem finnst ein ung
is í ÞMR, skv. ONP. Það er því óvíst hvort Ólafur sjálfur hafi smíð að
orðið orðkolfr.
tunga_22.indb 81 22.06.2020 14:03:52