Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 93

Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 93
Matteo Tarsi: Samspil tökuorða og innlendra orða 81 geta þess að ekki er innlent samheiti á öllum latneskum stílfígúrum sem Ólafur fjallar um. Þar að auki er innlent heiti einu sinni notað yfir tvö mismunandi fyrirbæri (sjá neðar, u. apocope – orðkolfr), en í annað skipti er innlent heiti notað sem samheiti yfir latneskt heiti en heitin tvö tákna í rauninni mismunandi fyrirbæri sem lítið eiga sameiginlegt (sjá neðar, u. paronamasia – aðalhending). apocope – orðkolfr : Lat. apocope (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er tökuorð úr fgr. ἀποκοπή ‘brottfall hljóðs, hljóða eða atkvæðis í bakstöðu, apókópa’, sem leitt er af so. ἀποκόπτω ‘skera, klippa, höggva af’. Físl. orðkolfr ‘brottfall hljóðs, hljóða eða atkvæðis í bakstöðu, apókópa’ (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er samsett af orð og kolfr (réttara: kólfr) ‘klukkukólfur, dingull, ör, kastspjót, kastvopn, járnbolti’. Ekki er augljóst hvernig ber að skilja samband orðanna orð og kolfr í samsetningunni. Upprunaleg merking rótarinnar (forfrg. *gelbh­/glebh­) virðist hafa verið eitthvað á borð við ‘pressa saman, móta kúlu úr e­u’ (sbr. IdgeW, u. gel­1). Má því velta fyrir sér hvort þolmyndarmerking hafi verið í orðinu kolfr, svo að orðið gæti verið notað til að tákna styttri gerð einhvers orðs. Þess ber svo að geta að samsvarandi orð í dönsku og nýnorsku (kolv) þýða ‘kylfa’, sbr. einnig náskylda íslenska orðið kylfa. Þar af leiðandi má færa rök fyrir því að orðið kolfr, þó að það sé ekki varðveitt eitt og sér, hafði sömu merkingu og d./nýn. kolv. Grunnmerking orðsins orðkolfr væri þá ‘orðkylfa’. Í yfirfærðri merkingu ‘kylft orð’ var orðið notað til að tákna lat. apocope (sbr. orðatiltækið að kylfa til orðanna ‘stama’, so. kylfa er einungis að finna í þessu orðatiltæki). Físl. orðkolfr notar Ólafur einnig þegar talað er um ranga fallnotkun (solœcismus per casus, sbr. Björn M. Ólsen 1884:7765–69). Á báðum stöðum notar Ólafur sömu vísuorð (því hefik heitit mey mætri / mest nema hamlan bresti) til að gera grein fyrir tveim mismunandi fyrirbærum. Þegar talað er um apó­ kópu, túlkar Ólafur orðmyndina mey sem þágufallshliðarmynd af mær (þ.e. meyju > mey; nf. mær, þf. mey, þgf. mey, ef. meyjar o.s.frv.). Aftur á móti túlkar Ólafur í síðara tilvikinu sama orðið sem þolfallsmynd en ekki þágufallsmynd (þ.e. nf. mær, þf. mey, þgf. meyju, ef. meyjar o.s.frv.), þ.e. hann á við að þolfallsmynd sé notuð í stað þágufalls. Tökuorðið er væntanlega til komið af nauðsyn (anadiplosis – drǫg­ ur), en innlenda orðið orðkolfr er innlent nýgert orð sem finnst ein ung­ is í ÞMR, skv. ONP. Það er því óvíst hvort Ólafur sjálfur hafi smíð að orðið orðkolfr. tunga_22.indb 81 22.06.2020 14:03:52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.