Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 56

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 56
Kristín Gísladóttir — Mér þykja skemmtileg- astar æfingamar á jafnvægis- slánni og gólfæfingamar, sagði Kristín. Kannski er ég öllu betri á slánni, ef allt gengur vel. Og ég hef oftast verið heppin og allt gengið vel. Kristín tók þátt í fyrstu sýningu sinni 10 ára 1976 og keppti fyrst 1978. Hún kveðst lítið muna eftir sér á fyrstu sýningunni og þegar hún gekk fyrst til keppni, hvarflaði hugur hennar ekki að verð- launasæti. En í þriðja sæti hafnaði hún og þetta var á Unglingameistaramóti. — Ég tók þátt í íslandsmóti í fyrsta sinn 1981. Þar hlaut ég gullverðlaun í gólfæfingum og silfurverðlaun í öðrum grein- um og varð í 2. sæti samanlagt. Á Unglingamótinu 1981 hlaut ég einnig einhverja gullpen- inga og þeir eru upp á vegg hjá mér ásamt öðrum verðlauna- peningum. — Hefurðu verið í öðrum íþróttum en fimleikum? — Nei, ekki öðrum íþrótt- um. En á timabili var ég bæði í fimleikum og ballett. Það reyndist of mikið fyrir mig og ég hætti í ballettinum, en Fimleikamaður ársins 1973: Þórir Kjartansson, Á 1974: Sigurður T. Sigurðsson, KR 1975: Sigurður T. Sigurðsson, KR 1976: Sigurður T. Sigurðsson, KR 1977: Berglind Pétursd., Gerplu 1978: Berglind Pétursd., Gerplu 1979: Berglind Pétursd., Gerplu 1980: Áslaug Óskarsdóttir, Gerplu 1981: Brynh. Skarphéðinsd., Björk 1982: Kristín Gísladóttir, Gerplu hafði mikið gagn af honum þann stutta tíma sem ég iðkaði hann. — Við æfum fimm sinnum í viku og tíminn og skólinn leyfir ekki meira. Þjálfari okkar er pólskur, Valdimar Czizmovski, mjög góður þjálfari. Hann stjómar allri þjálfun hjá Gerplu en að- stoðarþjálfarar eru margir, enda eru salir fullir á hverri æfingu, áhuginn mikill og stöðugt fleiri sem vilja leggja stund á fimleika sem keppnis- grein. Fimleikaíþróttin er oft erfið og alltaf mjög krefjandi. Stundum er ég afar þreytt, en svo eru margar góðar og ánægjulegar stundir, sagði Kristín. — Og hvað er framundan á nýbyrjuðu ári? — Nú, að æfa og keppa og sjá til hve langt maður nær. Og svo er það skólinn, sagði Kristín, „fimleikamaður árs- ins“, sem er nemi á 1. ári í fjölbrautaskólanum í Garða- bæ. Tvær bjartar hlíðar á hverjum míða Annars vegar: - góö von þín um veglegan vinning því nær 2/3 hlutar veltunnar fara í vinninaa. oq meira en fiórði hver miöi__ ---hiýtur vinning.------------------------------------- Hin hliðin, jafnvel enn bjartari: Hver seldur miði á_ ---þátt í þvUa&vonir annarra rætast. Þeirra hundrnða sem_ þurfa á endurhæfingu og þjálfunarstarfi á Reykja- ---lundi að halda.----------- Auk þeirra 70 öryrkja sem daglega vipnu sína í nýjum húsakynnum IVI Það eru tvær góðar hliðar á þessu ^lappdrætti SÍBS — 56

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.