Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 72

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 72
Hart — Veikt og segir nafngiftin töluvert um einkenni stílsins. Shotokan er stíll sem einkennist af djúpum fótstöðum og notkun fóta og langdrægra högga. Shotokan á rót sína að rekja til hins forna tígursstíls og má oft finna samsvörun við hreyfingar tígursins eða kattanna, en sem kunnugt er þá er kötturinn þekktur fyrir snjalla vöm sína og að reka á brott jafnvel miklu stærri dýr með tækni sinni og bardagaaðferðum bæði í sókn og vöm. í karate er notað sérstakt beltakerfi sem sýnir kunnáttu og hæfni iðkendanna. Tekur langan tíma og próf að vinna sér nýjan beltislit að ekki sé talað um að ná svarta beltinu sem þykir mjög eftirsóknarvert. Enginn má veita nemanda gráðu eða belti nema viðkomandi hafi öðlast svart belti og mjög alvarlegum augum eru litin öll brot á þeirri reglu. Sem fyrr greinir munu um 600 manns stunda æfingar í karate á íslandi um þessar mundir. Um 20% þeirra er æfa eru stúlkur en um 80% karlmenn. Langflestir iðkendur hérlendis eru á aldr- inum 10—26 ára en þó eru stöðugt að aukast æfingar eldra fólks og eru þess jafnvel dæmi að fólk sem komið er á eftirlaunaaldur stundi karate. Slíkt er raunar alls ekki óalgengt erlendis þar sem keppnismenn eru yfirleitt á aldr- inum 30—40 ára og iðkendur oft orðið roskið fólk. Þess má til gamans geta að flestir þeir þjálf- arar sem eru á heimsmælikvarða eru orðnir aldraðir og er t.d. viðurkenndasti þjálfarinn í heimi, N. Nakayma 9. dan rösk- lega sjötugur. Sagt er að einn af hverjum hundrað sem byrja að stunda karate nái þeim áfanga að fá svart belti. Hinir hætta áður en markmiðinu er náð. Sumir sem æfa karate hafa raunar engan áhuga á belta- og gráðukerfinu og fara ekki í próf, þar sem þeir stunda íþróttina eingöngu sér til heilsubótar og skemmtunar. Frh. á bls. 81 Óneitanlega vígaleg stelling Fjöldi þeirra er iðka karate fer stöðugt vaxandi hérlendis. Myndin vartekin á karate-æfingu fyrir skömmu. 72

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.