Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 72

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 72
Hart — Veikt og segir nafngiftin töluvert um einkenni stílsins. Shotokan er stíll sem einkennist af djúpum fótstöðum og notkun fóta og langdrægra högga. Shotokan á rót sína að rekja til hins forna tígursstíls og má oft finna samsvörun við hreyfingar tígursins eða kattanna, en sem kunnugt er þá er kötturinn þekktur fyrir snjalla vöm sína og að reka á brott jafnvel miklu stærri dýr með tækni sinni og bardagaaðferðum bæði í sókn og vöm. í karate er notað sérstakt beltakerfi sem sýnir kunnáttu og hæfni iðkendanna. Tekur langan tíma og próf að vinna sér nýjan beltislit að ekki sé talað um að ná svarta beltinu sem þykir mjög eftirsóknarvert. Enginn má veita nemanda gráðu eða belti nema viðkomandi hafi öðlast svart belti og mjög alvarlegum augum eru litin öll brot á þeirri reglu. Sem fyrr greinir munu um 600 manns stunda æfingar í karate á íslandi um þessar mundir. Um 20% þeirra er æfa eru stúlkur en um 80% karlmenn. Langflestir iðkendur hérlendis eru á aldr- inum 10—26 ára en þó eru stöðugt að aukast æfingar eldra fólks og eru þess jafnvel dæmi að fólk sem komið er á eftirlaunaaldur stundi karate. Slíkt er raunar alls ekki óalgengt erlendis þar sem keppnismenn eru yfirleitt á aldr- inum 30—40 ára og iðkendur oft orðið roskið fólk. Þess má til gamans geta að flestir þeir þjálf- arar sem eru á heimsmælikvarða eru orðnir aldraðir og er t.d. viðurkenndasti þjálfarinn í heimi, N. Nakayma 9. dan rösk- lega sjötugur. Sagt er að einn af hverjum hundrað sem byrja að stunda karate nái þeim áfanga að fá svart belti. Hinir hætta áður en markmiðinu er náð. Sumir sem æfa karate hafa raunar engan áhuga á belta- og gráðukerfinu og fara ekki í próf, þar sem þeir stunda íþróttina eingöngu sér til heilsubótar og skemmtunar. Frh. á bls. 81 Óneitanlega vígaleg stelling Fjöldi þeirra er iðka karate fer stöðugt vaxandi hérlendis. Myndin vartekin á karate-æfingu fyrir skömmu. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.