Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 17

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 17
CARLOS SAINZ, HEIMS- MEISTARI í RALL- AKSTRI 1990 vind um eyru þjóta og byrjaði ásamt meistara sínum að fitla við Runóinn oggera hann kláran í rallslag. Reynd- ar gátu þeir ekki betrumbætt fimm- dósina mikið enda févana menn en Carlos Sainz þreytti samt sína frum- raun í Shalymarrallinu á Spáni 1980. Hann og lærifaðirinn skiptust á að aka. Ekki varð það nein sigurför því að þeir enduðu í 23. sæti. Sigurgangan/ sigurkeyrslan hefst... Fall erfaraheill og þeir félagar voru ekki af baki dottnir. Lærifaðirinn skellti sér útí skuldafen og keypti Seat Pöndu til að taka þátt í tegundaralli. Samtímis tókst þeim að fá styrktar- aðila og skvera nú Runóinn fyrir Spánarmótið í brautarralli. Skemmst er frá því að segja að Sainz vann teg- undamótið á Pöndunni og varð ann- ar í brautarrallinu. Árið eftir keppti hann undirmerkjum Renaultverksm- iðjanna á Spáni og varð Spánarmeist- ari í brautarkeppni eftir sigur í 5 af 7 röllum. Þar með var baráttan hafin á Spáni, fyrst á Seat og síðan Renault. Hann reyndi sig einnig á kappakst- ursbílum í Formúlu Ford 1600 og For- múlu Ford 2000 og margir spáðu honum glæstri framtíð í Formúlu 1. En rallið varð ofaná... Ekið af stað í heims- meistarakeppni... Carlos Sainz hóf feril sinn í heims- meistarakeppninni árið 1987. Hann reið á vaðið á Sierra Cosworth í Portúgal og kom öllum á óvart með því að sigra í fysta áfanga keppninnar þótt hann heltist að lokum úr lestinni vegna vélabilunar. Honum varð þó ekki hugfall en lét Fordgarminn geysa næst á Korsíku; ekki var farar- skjótinn klárgengur þar heldur - ýmis vélarvandræði - þótt Sainz tækist að Ijúka keppni í sjöunda sæti og ná sínum fyrstu stigum á heimsmeistara- móti. Mikilvægast við Korsíkukeppn- ina var að hann öðlaðist reynslu við hlið Fordsveitarinnar. Þessi reynsla varð lykillinn að sigurför heima á Spáni þar sem Carlos vann sjö sigra og varð rallmeistari Spánar í fyrsta sinni. Næsta ár voru engin grið gefin heldur staðið í stórræðum. Hann ákvað að láta sverfa til stáls á tveimur Spánarmeistaramótum - bæði á mal- biki og malarvegum - á Sierra RS-200 - en taka jafnframt þátt í fimm röllum heimsmeistarakeppninnar. Malbiks- mótið gekk einsog í sögu og hann átti ekki í neinum vandræðum að verja titil sinn með fjórum sigrum. Malar- rallið varð öllu snúnara enda er Sierr- an ekki heppilegur bíll á slíkum veg- um. Sainz vann þó tvo sigra á mót- inu. Nýr aðstoðarekill... Þetta ár - 1988 - réð Carlos nýjan aðstoðarekil, Luis Moya, og með hann sér við hlið fékk Sainz byr í seglin á heimsmeistaramótinu. Enn urðu bilanir þeim samt að nokkrum farartálma. Þeir urðu að hætta keppni í Portúgal en á Korsíku og í Þúsund- vatnarallinu í Finnlandi áttu þeir við erfiðleika að stríða þótt þeir næðu 17

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.