Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Síða 17

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Síða 17
CARLOS SAINZ, HEIMS- MEISTARI í RALL- AKSTRI 1990 vind um eyru þjóta og byrjaði ásamt meistara sínum að fitla við Runóinn oggera hann kláran í rallslag. Reynd- ar gátu þeir ekki betrumbætt fimm- dósina mikið enda févana menn en Carlos Sainz þreytti samt sína frum- raun í Shalymarrallinu á Spáni 1980. Hann og lærifaðirinn skiptust á að aka. Ekki varð það nein sigurför því að þeir enduðu í 23. sæti. Sigurgangan/ sigurkeyrslan hefst... Fall erfaraheill og þeir félagar voru ekki af baki dottnir. Lærifaðirinn skellti sér útí skuldafen og keypti Seat Pöndu til að taka þátt í tegundaralli. Samtímis tókst þeim að fá styrktar- aðila og skvera nú Runóinn fyrir Spánarmótið í brautarralli. Skemmst er frá því að segja að Sainz vann teg- undamótið á Pöndunni og varð ann- ar í brautarrallinu. Árið eftir keppti hann undirmerkjum Renaultverksm- iðjanna á Spáni og varð Spánarmeist- ari í brautarkeppni eftir sigur í 5 af 7 röllum. Þar með var baráttan hafin á Spáni, fyrst á Seat og síðan Renault. Hann reyndi sig einnig á kappakst- ursbílum í Formúlu Ford 1600 og For- múlu Ford 2000 og margir spáðu honum glæstri framtíð í Formúlu 1. En rallið varð ofaná... Ekið af stað í heims- meistarakeppni... Carlos Sainz hóf feril sinn í heims- meistarakeppninni árið 1987. Hann reið á vaðið á Sierra Cosworth í Portúgal og kom öllum á óvart með því að sigra í fysta áfanga keppninnar þótt hann heltist að lokum úr lestinni vegna vélabilunar. Honum varð þó ekki hugfall en lét Fordgarminn geysa næst á Korsíku; ekki var farar- skjótinn klárgengur þar heldur - ýmis vélarvandræði - þótt Sainz tækist að Ijúka keppni í sjöunda sæti og ná sínum fyrstu stigum á heimsmeistara- móti. Mikilvægast við Korsíkukeppn- ina var að hann öðlaðist reynslu við hlið Fordsveitarinnar. Þessi reynsla varð lykillinn að sigurför heima á Spáni þar sem Carlos vann sjö sigra og varð rallmeistari Spánar í fyrsta sinni. Næsta ár voru engin grið gefin heldur staðið í stórræðum. Hann ákvað að láta sverfa til stáls á tveimur Spánarmeistaramótum - bæði á mal- biki og malarvegum - á Sierra RS-200 - en taka jafnframt þátt í fimm röllum heimsmeistarakeppninnar. Malbiks- mótið gekk einsog í sögu og hann átti ekki í neinum vandræðum að verja titil sinn með fjórum sigrum. Malar- rallið varð öllu snúnara enda er Sierr- an ekki heppilegur bíll á slíkum veg- um. Sainz vann þó tvo sigra á mót- inu. Nýr aðstoðarekill... Þetta ár - 1988 - réð Carlos nýjan aðstoðarekil, Luis Moya, og með hann sér við hlið fékk Sainz byr í seglin á heimsmeistaramótinu. Enn urðu bilanir þeim samt að nokkrum farartálma. Þeir urðu að hætta keppni í Portúgal en á Korsíku og í Þúsund- vatnarallinu í Finnlandi áttu þeir við erfiðleika að stríða þótt þeir næðu 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.