Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 4

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 4
Efnisvfirlit íþróttablaðið gerði víðreist í Keflavík á dögunum og kynnti sér nokkrar íþróttagreinar á staðnum. Hin síðari ár hefur Keflvík fyrst og íremst verið þekkt sem köfuboltabær en engu að síður eru margar aðrar íþróttagreinar með miklum blóma suður með sjó. Eitt sterkasta sundlið landsins er í Keflavík, kylfingar slá þar snilldar- lega, knattspyrnumenn ætla sér stóra hluti og svo mætti lengi telja. Sjón er sögu ríkari. Enn og aftur slá íslendingar í gegn. Magnús Ver Magnússon hefur verið að læðast upp hlíðina á undanförn- um árum, að sumu leyti í skugga ann- arra, en núna er hann kominn á topp- inn. Ekki bara á íslandi heldur íöllum heiminum. í viðtali við ÍÞRÓTTA- BLAÐIÐ, segir Magnús frá sjálfum sér, keppninni á Tenerife og því að hann ætlar sér að vera sá sterkasti í heiminum næsta áratuginn. 32-38 STUR Körfuboltinn er byrjaður að skoppa af fullum krafti og liðin í Japisdeild- inni berjast um Islandsmeistaratitil- inn í vetur. Torfi Magnússon, lands- liðsþjálfari, segir sitt álit á liðum deildarinnar og spáir í spilin. Litríkir körfuboltamenn leika með flestum liðum í ár og verður deildarkeppnin án efa ein sú mest spennandi frá upp- hafi.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.