Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 6

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 6
Það er ekki ofsögum sagt að segja að íþróttalíf sé með miklum blóma í Keflavík um þessar mundir. Aðstað- an þar til íþróttaiðkana er með því besta sem þekkist þótt eitt nýtt íþróttahús tiI viðbótar væri örugglega vel þegið. Keflvíkingar hafa fyrst og fremst getið sér gott orð á undanförn- um áruni fyrir frábæran árangur í körfubolta í öllum flokkum. Yngri flokkar félagsins hafa verið einstak- lega sigursælir og getur ekkert annað lið skákað ÍBK hvað varðar titla í yngri flokkunum. Meistaraflokkur kvenna hefur nánasHverið ósigrandi undanfarin árog þótt meistaraflokkur karla hafi aðeins einu sinni orðir Is- landsmeistari hefur ÍBK átt mjög góðu liði á að skipa. Hér á árum áður var Keflavík fyrst og fremst þekkt sem knattspyrnubær og fyrir u.þ.b. tuttugu árum átti ÍBK sannkölluðu „gullaldarliði" á að skipa. Sautján knattspyrnumenn komust í A-landslið íslands á þessum árum en í hálfan annan áratug hafa knattspyrnumenn í Keflavík ekki unnið til æðstu verðlauna. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ kíkti til Kefla- víkur á dögunum og hitti að máli iðk- endur, þjálfara og forystumenn fjöl- margra íþróttagreina. INGALÓA GUÐMUNDS- DÓTTIR, FORMAÐUR FIMLEIKAFÉLAGS KEFLAVÍKUR Þegar íþróttablaðið leit inn á æf- ingu hjá Fimleikafélagi Keflavíkur voru tugir stúlkna í allskonar fettum, brettum, teygjum og stökkum á margvíslegum áhöldum. Fimleikafé- lag Keflavíkur var stofnað fyrir rétt ÍÞRÓTTABLAÐIÐ kíkir á íþrótta- lífið í Keflavík Fljúgandi kollhnís yfir kistu og fim leikadísir. Þetta er úrvalshópur fimleikastúlkna í Keflavík. Þær hafa verið hjá fimleika- félaginu frá stofnun þess.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.