Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 7

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 7
rúmum sex árum en í dag stunda um 200 einstaklingar fimleika hjá félag- inu. Inga Lóa Guðmundsdóttir er for- maður fimleikafélagsins og hún segir að um tuttugu stúlkur hafi æft hjá félaginu frá upphafi. „Hjá okkur starfa átta þjálfarar en hjón frá Sló- veníu, sem eru bæði doktorar í fim- leikafræðum, sjá um þjálfun megin- þorra iðkendanna. Tækjakostur okkar batnaði veru- lega fyrir þetta tímabil en það sem okkur vantar tilfinnanlega er gryfja og stökkgólf. Draumur okkar er auð- vitað sá að eignast hús með gryfju, sem við getum haft algjörlega út af fyrir okkur, því það getur verið þreyt- andi að þurfa stöðugt að taka út öll áhöld fyrir æfingar og ganga svo frá þeim aftur í geymslu eftir æfingar. Hvað varðar áhöld stöndum við öðr- um félögum fyllilega á sporði en von- andi rætist draumur okkar um gryfju og gólf á næstu árum. I fyrra fengum við lánað stökkgólf hjá fimleikadeild Armanns í sex vikur og stúlkurnar tóku miklum framförum á þeim tíma. Rekstur deildarinnar er fjármagn- aður með æfingagjöldum og að okk- ar mati er vel að málum staðið í fim- leikafélaginu. Krakkarnir eru J áhugasamir og for- *, eldrar þeirra mjög virkir. Mjög margar stúlkur hjá okkur æfa á hverjum ein- asta degi og slá aldrei slöku við. Við höfum ekki i'IÍMpgetað sinnt fimleikast- PHe rákum fyrr en núna en 7-8 ára gamlir strákar æfa núna undir stjórn Stanislavs. Þeir þurfa síðan önnur í áhöld en stelpurnar ! þegar þeir eldast. Stanislav hefur mik- inn áhuga á því að fylgja þeim eftir og leggja sérstaka ,. rækt við 1 i Jlli 1 þá. IpKki JSf STANISLAV MIKOLAS, FIMLEIKAÞJÁLFARI FRÁ SLÓVENÍU „Munurinn á fimleikum á ís- landi og í heimalandi mínu er sá að þar eru sérstakir íþróttaskólar sem ungir og efnilegir krakkar fara \ og æfa eins og atvinnu- menn en hér þetta meira til gam- ans gert. í Tékkóslóvakíu er æft í 5-6 klukkutíma á dag. Annars er skemmtilegra að vinna með fim- leikafólki á íslandi því það er mun glaðara en í heimalandi mínu. Hér eru fimleikar áhuga- mál sem krakkarnir velja en heima þurfa krakkar að æfa hvort sem þeim líkar það betur er verr. Þar eru fimleikar skylda. Staðreyndin er sú að á íslandi vantar vitanlega sérstakar fim- leikahallir þar sem engir æfa nema fimleikafólk. í Keflavík er hvorki gryfja né stökkgólf og það þýðir að maður getur ekki látið stúlkurnar gera æfingar sem þær þyrftu að gera. Þær eru mjög áhugasamar og vilja stöðugt læra eitthvað nýtt og bæta sig en því miður eru aðstæðurnar ekki fyrir hendi. Stúlkurnar vantar ekki hæfileikana — þærhafaallt til að bera til þess að verða mjög góðar." — Hvernig líkar þér á íslandi? „Mér finnst mjög áhugavert að vinna hér. Áður varég þjálfari í íþróttaskóla þar sem ekkert annað komst að en að sigra. Ef þjálfari heima nær ekki árangri með sinn flokk, þótt hann leggi sig allan fram, er hann talinn lé- legur. Það er miklu meiri gleði á Islandi og allt svo jákvætt. Núna erégbúinn að vera hér íeittárog ég sé framfarir hjá stúlkunum. Auðvitað vil ég vera hér næstu árin og halda þessu starfi áfrani." Þessar glæsilegu fimleikastúlkur setja markið hátt og ætla sér örugg- lega að komast í fremstu röð. Ólafía Vilhjálmsdóttir. OLAFIA VILHJÁLMSDÓTTIR, FIMLEIKADÍS Ein sú efnilegasta f fimleikum í Keflavík heitir Ólafía Vilhjálmsdóttir en hún verður 14 ára í nóvember. Ólafía hefur æft fimleika frá því hún var 9 ára og segir að frænka hennar eigi sök á því að hún hafi byrjað að æfa. Húnsegistæfasexdagavikunn- ar tvo tíma í senn og er hæstánægð með þá þjálfun sem hún fær. „Stanis- lav er besti þjálfarinn sem ég hef haft," segir Ólafía en hún hefur einn- ig verið undir stjórn kínversks og ís- lenskra þjálfara. — Áttu þér einhverja fyrirmynd í fimleikum? „Já, ég hef alItaf haldið mikið upp á Fjólu og Bryndísi í Ármanni." — Hvað er erfiðast við fim- leika? „Mér finnst erfiðast að yfir- vinna hræðsluna eftir að ég 7

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.